Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það reynir á sjálfstæð vinnubrögð í verkefnunum.
Það reynir á sjálfstæð vinnubrögð í verkefnunum.
Á faglegum nótum 5. mars 2024

Lokaverkefni í fullum gangi

Höfundur: Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu

Einn af verklegu þáttunum í kennslu framleiðslubrauta Garðyrkjuskólans á Reykjum er lokaverkefni nemenda.

Garðyrkjuframleiðslubrautirnar eru þrjár, Ylræktarbraut, braut um lífræna ræktun matjurta og Garð- og skógarplöntubraut.

Á lokaönn námsins fá þeir nemendur sem stefna að útskrift næsta vor það verkefni að rækta á sjálfstæðan hátt tilteknar tegundir sem hæfa hverri námsbraut. Hér reynir verulega á sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og frumkvæði nemenda.

Sjálfstæð einstaklingsverkefni

Lokaverkefni er sjálfstætt verklegt einstaklingsverkefni sem hver nemandi vinnur fyrir sig. Nemendur fá í fangið ræktunarverkefni sem þeim er ætlað að leysa. Nemendur gera í upphafi verkáætlun og viða að sér því efni sem þarf til verkefnisins. Þeir leita sér þekkingar um efnið og nýta sér þá þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér í garðyrkjunáminu.

Nemendur vinna verkefni sín sjálfstætt en geta leitað upplýsinga hjá námsbrautastjórum, verknámskennurum og öðru starfsfólki eftir atvikum. Þeir skila síðan í lok annar ítarlegri skýrslu um framkvæmd og árangur ræktunarinnar.

Sinna þarf ræktuninni alla önnina og halda nemendur dagbók um hvern verkþátt, allt frá undir- búningi til þess er verkefninu lýkur en þá leggja þeir fram plöntur eða aðra uppskeru sem þeir ræktuðu á önninni. Loks kynna nemendur árangur ræktunarinnar fyrir samnemendum sínum, gestum og kennurum. Að jafnaði eru lokaverkefnin unnin í gróðurhúsum á Reykjum.

Viðfangsefnin eru fjölbreytt

Ylræktarnemar og nemar á lífrænu brautinni rækta að þessu sinni tómata, rauðrófur og vorlauk í gróðurhúsum. Þeir sjá um sáningu, uppeldi og sinna ræktuninni þar til um miðjan maí. Ræktunin er ólík á milli brauta því grundvöllur ræktunarinnar er misjafn og aðferðir ólíkar. Á Ylræktarbraut er notast við hefðbundnar aðferðir líkar þeim sem flestir garðyrkjubændur stunda í grænmetisræktun. Nemar á lífrænu brautinni notast við lífræn ræktunarefni og aðferðir. Þar reynir á að útbúa lifandi og frjósaman ræktunarjarðveg í upphafi ræktunar, sem er grundvöllur fyrir vel heppnaða lífræna framleiðslu. Það er síðan undir hverjum og einum nemanda komið hvernig staðið er að verklegum þáttum sem hver tegund gerir kröfur um.

Nemendur á Garð- og skógarplöntubraut vinna á sama hátt sjálfstætt ræktunarverkefni á sviði garð- og skógarplöntuframleiðslu, skrá verkþætti og skila vandaðri lokaskýrslu. Þeirra verkefni er meðal annars að koma á legg sumarblómum og fjölæringum með græðlingum og sáningu við stýrðar aðstæður, auk þess að framleiða elriplöntur til gróðursetningar. Við elrisáninguna notast þeir við þá aðferð að smita plönturnar með niturbindandi Frankia-gerlum sem lifa í sambýli við rætur ýmissa trjátegunda og eru afar gagnlegar til að auka vöxt og lifun plantnanna að gróðursetningu lokinni.

Metnaðarfullar lokaskýrslur

Nemendur leggja mikla vinnu og metnað í lokaverkefnin. Skráning aðfanga, undirbúningur og færsla ræktunardagbókar eru mikilvægur liður í daglegri vinnu garðyrkjubænda og gerð vandaðrar lokaskýrslu yfir verkefnið er liður í þeirri þjálfun. Skýrslurnar hafa verið varðveittar á bókasafni skólans í gegnum árin, öðrum nemendum til fróðleiks.

Sama máli gegnir með aðrar námsbrautir skólans sem eru Blómaskreytingar, Skrúðgarðyrkja og Skógur og náttúra. Nemendur vinna lokaverkefni þar sem þeir nýta þekkingu sína og útvíkka hana með verklegri vinnu sem getur verið býsna krefjandi en um leið gagnleg til að auka færni í viðkomandi faggreinum.

Skylt efni: Garðyrkja

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...