Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það reynir á sjálfstæð vinnubrögð í verkefnunum.
Það reynir á sjálfstæð vinnubrögð í verkefnunum.
Á faglegum nótum 5. mars 2024

Lokaverkefni í fullum gangi

Höfundur: Ingólfur Guðnason, brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu Garðyrkjuskólanum Reykjum/FSu

Einn af verklegu þáttunum í kennslu framleiðslubrauta Garðyrkjuskólans á Reykjum er lokaverkefni nemenda.

Garðyrkjuframleiðslubrautirnar eru þrjár, Ylræktarbraut, braut um lífræna ræktun matjurta og Garð- og skógarplöntubraut.

Á lokaönn námsins fá þeir nemendur sem stefna að útskrift næsta vor það verkefni að rækta á sjálfstæðan hátt tilteknar tegundir sem hæfa hverri námsbraut. Hér reynir verulega á sjálfstæð vinnubrögð, samviskusemi og frumkvæði nemenda.

Sjálfstæð einstaklingsverkefni

Lokaverkefni er sjálfstætt verklegt einstaklingsverkefni sem hver nemandi vinnur fyrir sig. Nemendur fá í fangið ræktunarverkefni sem þeim er ætlað að leysa. Nemendur gera í upphafi verkáætlun og viða að sér því efni sem þarf til verkefnisins. Þeir leita sér þekkingar um efnið og nýta sér þá þekkingu sem þeir hafa tileinkað sér í garðyrkjunáminu.

Nemendur vinna verkefni sín sjálfstætt en geta leitað upplýsinga hjá námsbrautastjórum, verknámskennurum og öðru starfsfólki eftir atvikum. Þeir skila síðan í lok annar ítarlegri skýrslu um framkvæmd og árangur ræktunarinnar.

Sinna þarf ræktuninni alla önnina og halda nemendur dagbók um hvern verkþátt, allt frá undir- búningi til þess er verkefninu lýkur en þá leggja þeir fram plöntur eða aðra uppskeru sem þeir ræktuðu á önninni. Loks kynna nemendur árangur ræktunarinnar fyrir samnemendum sínum, gestum og kennurum. Að jafnaði eru lokaverkefnin unnin í gróðurhúsum á Reykjum.

Viðfangsefnin eru fjölbreytt

Ylræktarnemar og nemar á lífrænu brautinni rækta að þessu sinni tómata, rauðrófur og vorlauk í gróðurhúsum. Þeir sjá um sáningu, uppeldi og sinna ræktuninni þar til um miðjan maí. Ræktunin er ólík á milli brauta því grundvöllur ræktunarinnar er misjafn og aðferðir ólíkar. Á Ylræktarbraut er notast við hefðbundnar aðferðir líkar þeim sem flestir garðyrkjubændur stunda í grænmetisræktun. Nemar á lífrænu brautinni notast við lífræn ræktunarefni og aðferðir. Þar reynir á að útbúa lifandi og frjósaman ræktunarjarðveg í upphafi ræktunar, sem er grundvöllur fyrir vel heppnaða lífræna framleiðslu. Það er síðan undir hverjum og einum nemanda komið hvernig staðið er að verklegum þáttum sem hver tegund gerir kröfur um.

Nemendur á Garð- og skógarplöntubraut vinna á sama hátt sjálfstætt ræktunarverkefni á sviði garð- og skógarplöntuframleiðslu, skrá verkþætti og skila vandaðri lokaskýrslu. Þeirra verkefni er meðal annars að koma á legg sumarblómum og fjölæringum með græðlingum og sáningu við stýrðar aðstæður, auk þess að framleiða elriplöntur til gróðursetningar. Við elrisáninguna notast þeir við þá aðferð að smita plönturnar með niturbindandi Frankia-gerlum sem lifa í sambýli við rætur ýmissa trjátegunda og eru afar gagnlegar til að auka vöxt og lifun plantnanna að gróðursetningu lokinni.

Metnaðarfullar lokaskýrslur

Nemendur leggja mikla vinnu og metnað í lokaverkefnin. Skráning aðfanga, undirbúningur og færsla ræktunardagbókar eru mikilvægur liður í daglegri vinnu garðyrkjubænda og gerð vandaðrar lokaskýrslu yfir verkefnið er liður í þeirri þjálfun. Skýrslurnar hafa verið varðveittar á bókasafni skólans í gegnum árin, öðrum nemendum til fróðleiks.

Sama máli gegnir með aðrar námsbrautir skólans sem eru Blómaskreytingar, Skrúðgarðyrkja og Skógur og náttúra. Nemendur vinna lokaverkefni þar sem þeir nýta þekkingu sína og útvíkka hana með verklegri vinnu sem getur verið býsna krefjandi en um leið gagnleg til að auka færni í viðkomandi faggreinum.

Skylt efni: Garðyrkja

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...