Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Öll heimili landsins ættu að vera orðin ljósleiðaratengd eftir tvö ár.
Öll heimili landsins ættu að vera orðin ljósleiðaratengd eftir tvö ár.
Fréttir 28. ágúst 2024

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Bæta á fjarskiptasamband á 100 stöðum á landinu.

Stefnt er að því að öll heimili á Íslandi verði orðin ljósleiðaratengd árið 2026. Tengja á 102 smærri þéttbýliskjarna um land allt. Kostnaður er áætlaður um 450 milljónir króna og mun þegar vera fjármagnaður af fjarskiptasjóði og úr byggðaáætlun.

Fjarskiptastofa kannaði í vor áform fjarskiptafyrirtækja og opinberra aðila um uppbyggingu á ljósleiðara í öllu þéttbýli árin 2024–2026. Með þéttbýli er átt við 102 skilgreinda þéttbýlisstaði með 200+ íbúa og byggðakjarna með 50–199 íbúa. Niðurstaðan er sú að tilkynnt áform ná ekki til um 4.900 ótengdra heimilisfanga í þéttbýli með rúmlega 5.600 lögheimilum.

Langþráð uppfærsla

Um er að ræða framhald af verkefninu Ísland ljóstengt sem hafði að markmiði að koma ljósleiðaratengingu í dreifbýli þar sem markaðsforsendur væru ekki fyrir hendi. Fjarskiptasjóður studdi þar 57 sveitarfélög til að leggja ljósleiðaranet í dreifbýli sínu ogernúsvokomiðaðum82% lögheimila í dreifbýli hafa aðgang að ljósleiðara. Nú verður lögð áhersla á að 100% aðgengi náist fyrir árslok 2026, á grundvelli samvinnu íbúa, sveitarfélaga, fjarskiptafyrirtækja og ríkisins, eins og segir í frétt frá Stjórnarráðinu. Um sé að ræða langþráða heildstæða uppfærslu fjarskipta gagnvart þúsundum heimila um land allt.

Til stendur að gera sveitarfélögum tilboð um 80.000 kr. styrk til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert ótengt heimilisfang fyrir árslok 2026. Sú upphæð jafngildir áætluðum meðaltals-jarðvinnukostnaði fyrir hvert heimilisfang og er jafnframt sambærileg upphæð og fjarskiptafyrirtæki setja upp sem tengigjald fyrir lögheimili í þéttbýli á markaðsforsendum. Sveitarfélög hafa til 16. ágúst að tilkynna hvort þau þiggja tilboðið.

Upphersla á farneti

Jafnframt verður ráðist í átak til að bæta fjarskiptasamband á um 100 stöðum á landinu. Útbreiðsla farnets síðustu árin hefur verið að mælast um og yfir 99,9% í byggð en samkvæmt frumathugun Fjarskiptastofu eru um 100 lögheimili eða vinnustaðir sem ekki eiga kost á farneti yfir höfuð eða þá að fyrirliggjandi farnet uppfyllir ekki lágmarksskilyrði alþjónustu.

Skylt efni: ljósleiðaravæðing

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...