Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Hryssa í blóðtökubás á Álftarhóli.
Fréttir 10. júlí 2023

Lögreglan fellir niður blóðmerarannsókn

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rannsókn lögreglu á meðferð hryssna við blóðtöku hefur verið felld niður.

Matvælastofnun hafði áður rannsakað þá meðferð sem kom fram í myndbandi sem dýrverndarsamtökin AWF og TBZ birtu á vefmiðlinum Youtube í nóvember 2021. Þá óskaði MAST eftir frekari upplýsingum og óklipptu myndefni frá dýraverndarsamtökunum en fékk þau ekki afhent. Í yfirlýsingu sem talsmenn AWF/TBS sendu frá sér í desember 2021 sögðust þau ekki ætla að afhenda MAST nein óklippt myndbönd en væru viljug til samstarfs ef opinber rannsókn færi fram. Vísaði MAST því málinu til lögreglu til frekari rannsókna í lok janúar 2022.

Morgunblaðið hefur eftir Sveini Kristjáni Rúnarssyni, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, að málinu hefði verið vísað frá ári síðar, eða í lok janúar síðastliðinn Lögreglan hafi ítrekað reynt að komast yfir frekari gögn frá dýraverndarsamtökunum en þau hafi skýlt sér bak við þýsk lög sem krefji þau ekki til þess að afhenda frekari gögn.

Heimildin segir hins vegar frá því að fulltrúar dýraverndarsamtakanna hafi verið viljug til að afhenda gögnin, en gegnum réttarbeiðni í því skyni að tryggja best sönnunargildi gagnanna. Slík beiðni hefði hins vegar aldrei borist frá Íslandi.

Skylt efni: blóðmerahald

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...