Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lögmál markaðarins
Skoðun 17. september 2015

Lögmál markaðarins

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Fregnir hafa borist af miklum mótmælum evrópskra bænda að undanförnu. Eru mótmælin aðallega til komin vegna breytinga á landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og niðurlagningar á mjólkurkvóta sem áður stýrði framleiðslunni. Það hefur haft þær afleiðingar að verð á mjólk til bænda hefur hríðfallið.
 
Mótmæli bænda hafa staðið yfir meira og minna í allt sumar víða um Evrópu. Mikil pressa hefur verið frá stórverslunum í álfunni á liðnum árum um að keyra niður verð á landbúnaðarvörum. Kvótakerfi í mjólkurframleiðslu var sá hemill sem var þyrnir í augum þeirra sem töldu að markaðslögmálin væru best til þess fallin að stýra framleiðslunni. Þegar þessi öfl fengu ósk sína uppfyllta fór hins vegar athyglisvert ferli í gang. 
 
Fjárfestar sem hafa verið að leita eftir góðum tryggingum fyrir sitt fé hafa fyrir löngu uppgötvað að slíka langtímatryggingu er einna helst að finna í landbúnaði. Því hafa stórfyrirtæki með fjármagn fjárfesta á bak við sig verið kerfisbundið að kaupa upp ræktarlönd og stórbýli í Evrópu, ekki síst í mjólkurframleiðslu. Þegar séð var fram á að kvótakerfinu hjá ESB yrði hent út, hófu þessi stórfyrirtæki að gera samninga við stórverslanir um sölu á mjólk langt undir eðlilegu kostnaðarverði. Um  leið var ráðist í að stórauka framleiðsluna til að hraða vel útfærðu ferli. 
 
Smábændur og aðrir sem ekki höfðu áhættufjármagnið til að leika sér með hafa lotið í lægra haldi og ýmist neyðst til að selja stórbúunum land og rekstur, eða hreinlega farið á hausinn. Ef lögmál markaðarins fá áfram að ráða ferðinni óheft, þá mun fagurgali stórverslana um að þær séu aðeins að lækka mjólkurverð til neytenda snúast upp í andhverfu sína. Reynslan úti um allan heim sýnir að það sem kallað er „dumping“ á markaði veldur því að sterku spilararnir drepa af sér samkeppnina í skjóli fjárhagslegs úthalds. Í kjölfarið hafa hinir stóru og sterku öll tök á markaðnum og geta með skjótum hætti náð inn öllum fórnarkostnaði sínum með stórhækkun á vöruverði. Um þetta snýst dæmið í Evrópu í dag og nú óttast margir að sama verði upp á teningnum þegar fjárfestar verða búnir að ná undirtökunum í Úkraínu. 
 
Menn verða að horfa til þess að matvælaframleiðsla er ekki af sama toga og t.d. framleiðsla á hjólbörðum.  Um leið og bændum stórfækkar hverfur gríðarleg þekking úr greininni. Hætt er við að landnýtingu og framleiðslu hraki ört með skelfilegum afleiðingum fyrir fæðuöryggi viðkomandi þjóða. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...