Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Lögbýlum með greiðslumark fækkar
Fréttir 7. september 2015

Lögbýlum með greiðslumark fækkar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Skráning MAST á stofnstærð sauðfjár skiptir miklu máli varðandi skrá um rétthafa greiðslumarks og stuðningsgreiðslu ríkisins við sauðfjárbændur. Sama gildir um skráningu á fjölda nautgripa og ýmsar aðrar stærðir í landbúnaði. 
 
Á árinu 2014 voru beingreiðslur samtals 7.804 milljónir króna, þar af 5.439 m.kr. (5.298) vegna mjólkurframleiðslu og 2.365 m.kr. vegna sauðfjárframleiðslu. Jukust beingreiðslur í mjólkurframleiðslunni í krónum talið um 141 milljón milli ára en drógust saman í sauðfjárræktinni um 39 milljónir króna samkvæmt skýrslu MAST.
 
Á árinu 2014 var fjöldi lögbýla með skráð greiðslumark sauðfjár samtals 1.769, en voru 1.808 á árinu 2013. Lögbýli skráð með greiðslumark mjólkur voru 664 á árinu og hafði þá fækkað úr 672 eða um 8 frá árinu áður. Enginn framleiðandi lagði hins vegar inn greiðslumark til geymslu sem þýðir væntanlega að einhverjir hafa verið að bæta við sig. 
 
Handhafar beingreiðslna á árinu vegna mjólkurframleiðslu 2014 voru 649 á móti 659 á árinu 2013. Í sauðfjárframleiðslu voru handhafar beingreiðslna 1751 á móti 1738 árið 2013. Samtals voru staðfestar 69 breytingar handhafa beingreiðslna, í fyrra en þær voru 86 árið áður. Þar af 17 vegna mjólkurframleiðslu, en þær voru 22 árið 2013. Vegna sauðfjárframleiðslu voru staðfestar 52 breytingar á síðasta ári en 64 árið áður. 
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f