Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Ljósmyndasýningar opnaðar í Slakka
Líf og starf 3. júlí 2014

Ljósmyndasýningar opnaðar í Slakka

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Helgi Sveinbjörnsson opnaði tvær ljósmyndasýningar í dýragarðinum Slakka í Laufási 2. júlí síðastliðinn, að viðstöddum mörgum þekktum einstaklingum og fjölda gesta. Þar er annars vegar um að ræða ljósmyndir sem Helgi hefur sjálfur tekið af uppbyggingunni í Slakka frá upphafi. Hins vegar er sýning á ljósmyndum Gunnars Steins Ólafssonar.

Saga Slakka

Sýning Helga er sett upp í gamla burstabænum og lýsir eins og fyrr segir sögu Slakka frá stofnun árið 1993. Þá hefur hann einnigsett þar upp ýmsa muni sem tengjast sögunni. Segir hann að sér hafi þótt tilvalið að nýta þetta 60 fermetra rými til að gleða augu gesta og veita þeim innsýn í sögu dýragarðsins. Þarna getur fólk tyllt sér niður, notið myndanna og jafnvel keypt sér eitthvert lítilræði til að narta í sjoppunni sem þar er.
Sýning Gunnars Steins er sett upp í golfskálanum og er af talsvert öðrum toga. Gunnar er m.a. þekktur fyrir norðurljósamyndir og svokallaðar „Time lapse“-myndir sem hafa m.a. verið notaðar í kynningum Sjónvarpsins. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...