Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum komin út
Fréttir 27. apríl 2016

Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum komin út

Ljósmyndabókin Stafrófið í íslenskum blómum er nýkomin út en hún er eftir Eddu Valborgu Sigurðardóttur hönnuð. 
 
Að sögn Eddu er meginmarkmið bókarinnar að sy´na börnum á öllum aldri ljósmyndir af íslenskum blómum í náttúrulegu umhverfi, þannig að þau geti þekkt blómin aftur úti í náttúrunni.
 
Edda V. Sigurðardóttur hönnuður.
Á hverri opnu í bókinni er ljósmynd af íslensku blómi sem á við þann bókstaf í stafrófinu sem stendur efst í horni blaðsíðunnar. Þar er einnig stuttur texti; vísubrot eða þula þar sem viðkomandi blóm kemur við sögu, fróðleikur um hvar blómið er helst að finna og hvenær það blómstrar. Þegar grannt er skoðað má svo finna litla blómálfa sem fela sig inni á milli blómanna. Aftast í bókinni er opna með yfirliti yfir heiti blómanna á íslensku, ensku og latínu, ásamt stuttum texta á ensku um hvert blóm og um íslenska stafrófið.
 
Hin dásamlegu villtu blóm í íslenskri náttúru
 
Edda segir svo frá kveikjunni að bókinni: „Ung hafði ég gaman af umhverfi mínu og tók eftir því smáa. Ef til vill varð þessi áhugi og síðar hæfileiki til þess að ég fór í myndlistarnám og hef starfað sem teiknari og grafískur hönnuður í áratugi. Það er ómetanlegt að kunna að horfa og sjá – skilja form, liti, lögun hluta og mynstur. Með bókinni vil ég deila þessari upplifun og hafa áhrif á unga sem aldna til að njóta hins smáa í kringum okkur. Í þessari bók eru það hin dásamlegu villtu blóm í íslenskri náttúru.“
 
Höfundur gefur bókina sjálfur út, með styrkjum frá Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar og Hvítlist.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...