Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Drekinn á fyrstu myndinni fangaði þorpsbúann í miðjunni, en eftir eltingarleikinn er gott að fá sér hressingu.
Drekinn á fyrstu myndinni fangaði þorpsbúann í miðjunni, en eftir eltingarleikinn er gott að fá sér hressingu.
Mynd / Einkaeign
Líf og starf 1. október 2024

Ljósið sigrar myrkrið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Seint í september, um svipað leyti og heyskaparlok, fjárleitir og upphaf sláturtíðar, er Mikjálsmessa, sem einnig ber heitið engladagur, haldin hátíðleg.

Íslensku konungasögurnar segja frá erkienglinum Mikael undir lok tíundu aldar, þegar Ólafur Tryggvason konungur sendi Þangbrand til Íslands til þess að boða kristna trú. Eða eins og má lesa í fyrsta tölublaði Almanaks Hins íslenska Þjóðvinafélags frá árinu 1884; „Á Íslandi var Mikjáll höfuðengill mjög svo tignaður í fornöld. Fyrsta messa, sem Þangbrandur prestur hjelt á Íslandi, var á Mikjálsmessu, og þá sagði hann Halli á Síðu að Mikjáll væri af guði settr til þess að fara mót sálum kristinna manna.

Mikjálsmessa, sem var numin úr lögum á Íslandi árið 1770, er þó haldin hátíðleg þann 29. sept ember í Waldorfskólum víða um heim. Tengist hátíðin baráttu góðs og ills og byggist á baráttu og sigur erkiengilsins Mikjáls við Satan. Jarðnesk hliðstæða Mikjáls er heilagur Georg, einn vinsælasti verndardýrlingurinn, en um hann hafa spunnist fjölmargar þjóðsögur – ein sú þekktasta um baráttu hans við drekann. Yfirbugar Georg drekann líkt og Mikjáll sigraði Satan, en báðir standa þeir fyrir innblæstri siðferðislegs hugrekkis.

Hér blæs fundvís þorpsbúi kröftuglega í lúðurinn.

Drekaleikarnir undirbúnir

Waldorfskólinn Sóltúni er einn og fagna með áti og drykkju eins og
þeirra sem halda daginn hátíðlegan, en vikan sem Mikjálsmessu ber upp á verður lífsleiknivika undir nafninu Drekaleikarnir. Skólinn breytist í fjögurra daga útiskóla þar sem nemendur og kennarar halda daglega yfir í grenndarskóg skólans í Öskjuhlíðinni. Þar fara yngri nemendur og kennarar í hlutverk þorpsbúa sem hefja vikuna á að velja sér bæjarstæði, því fyrir höndum er að reisa þorp úr náttúrulegum efnivið umhverfisins. Þeir eldri fá hlutverk dreka og reisa sínar drekadyngjur sveipaðir grænum skikkjum.

Kennararnir eru hver sínum bekk innan handar, sjá um að grisja efni og kenna nemendum að nýta til húsagerðar og að auki er unnið við jurtalitun, vefnað og tálgun. Einnig er kveiktur eldur á þar til gerðum hlóðum og bakað pinnabrauð, en eldað er og borðað úti þessa daga. Handverki er þannig gert hátt undir höfði og unnið í nokkrum smiðjum yfir vikuna.

Á milli þess að fela sig fyrir drekum er m.a. unnið við jurtalitun.
Fangaðir í drekadyngju

Ekki líður á löngu þar til „þorpsbúar“ taka eftir skikkjuklæddum verum á sveimi. Og þá hefst leikurinn fyrir alvöru. Drekaleikarnir eru í raun eltingarleikur þar sem samvinna og hugrekki er í fyrirrúmi, en latir þorpsbúar hafa m.a. lent í því að vera fangaðir af dreka og lent í dyngju hans. Þeir og aðrir sem hafa lent í þessum óförum sitja svo fastir þar til aðrir þorpsbúar hætta sér nærri og frelsa þá með því að ná í borða sem hanga í trjánum við drekadyngjurnar.

Jafnframt því að standa í baráttu við drekana leita þorpsbúar logandi ljósi að drekalúðri svokölluðum semberþátöfraaðefíhanner blásið verða drekarnir máttvana – þorpsbúar hafa yfirbugað þá og unnið þannig leikinn. Vanalegast fer það nú þannig að þorpsbúar fara með sigur enda er haldin hátíð í þorpinu í vikulokin þar sem foreldrum og öðrum aðstandendum er boðið að fá sér (rauðrófu)súpu úr drekablóði með nýbökuðu pinnabrauði.

Til viðbótar við að fagna Mikjálsmessunni taka Drekaleikarnir á þáttum á borð við félagsfærni, tillitssemi og hjálpsemi með hugrekki að leiðarljósi auk táknræns sigurs hins góða. Þetta er árviss viðburður sem allir hlakka til og útskrifaðir nemendur gleyma aldrei.

Eftir Drekaleikana þyrpast allir saman, þorpsbúar, drekar og aðstandendur og fagna með áti og drykkju eins og sannar hetjur.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...