Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Ljóðskáldið Ásmundur Magnús Hagalínsson.
Mynd / aðsend
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýorðinn 94 ára gamall. 

Bókin heitir Hvammur og fjallar kveðskapurinn um atburði í lífi Ásmundar Magnúsar, sem er yfirleitt kallaður Magnús. Hann kemur inn á von og þrá, ást og trú, fjölskyldu, samferðamenn og atburði líðandi stundar og liðinna tíma. Hann fæddist 14. febrúar árið 1931 og ólst upp á Hvammi í Dýrafirði, ásamt þrettán öðrum systkinum. Í ljóðunum leitar hugur Magnúsar til Vestfjarða og birtast gjarnan í þeim myndir úr íslenskri náttúru.

Útgefandi bókarinnar er Aðalheiður E. Ásmundsdóttir, dóttir Ásmundar Magnúsar. Hún segist hafa átt frumkvæðið að því að koma kveðskap föður síns á prent. „Þetta var á sneplum hér og þar um alla íbúð og okkur langaði til að setja þetta saman í fallega ljóðabók.“ Hún segir hann hafa ort með ólíkum en hefðbundnum bragarháttum alla sína tíð.

Frá unga aldri tók Magnús þátt í bústörfum og sjómennsku og á unglingsárum starfaði hann í vegavinnu, á snurvoðarbát og við síldveiðar. Hann lærði málmiðn í Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri og útskrifaðist sem vélstjóri frá Vélskóla Íslands árið 1957. Eftir útskrift vann hann sem vélstjóri á fjölmörgum skipum og sigldi með fisk til New York. Hann tók einnig þátt í að sækja skip til Noregs og Hollands til að fylgjast með niðursetningu og frágangi á vélbúnaði. Árið 1969 hóf hann störf hjá ÍSAL í Straumsvík, þar sem hann starfaði við viðhald og eftirlit í meira en 30 ár.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...