Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Þrjú efstu sætin í „Athyglisverðasti liturinn“ sem kosinn er af áhorfendum.
Þrjú efstu sætin í „Athyglisverðasti liturinn“ sem kosinn er af áhorfendum.
Mynd / Eiríkur Vilhelm Sigurðsson
Líf og starf 26. október 2015

Litskrúðugt fé í Holta- og Landsveit

Hin árlega fjárlitasýning hjá fjárræktarfélaginu Lit í Holta- og Landsveit var haldin sunnudaginn 4. október síðastliðinn. 
 
Sýningin var haldin í Árbæjar­hjáleigu og þar gat að líta margar skemmtilegar litasamsetningar, en litafjölbreytileiki er einmitt eitt af einkennum íslenska sauðfjárstofnsins. 
 
Kristinn Guðnason í Árbæjar­hjáleigu vestan Ytri-Rangár, kynnir sýningarinnar, segir að þessi sýning veki stöðugt meiri áhuga, en um 150 manns mættu á litasýninguna að þessu sinni. Formaður fjárræktarfélagsins Lits er Guðlaugur Kristmundsson í Lækjarbotnum, en dómarar voru Sigurgeir Þorgeirsson og Jón Vilmundarson. Var féð dæmt eftir lit og gerð og gilti það til helminga.Verðlaun voru veitt þremur efstu í eftirfarandi flokkum:
  • Lambgimbrar
  • Lambhrútar
  • Ær með lömbum
  • Hrútar með afkvæmum
  • Sérstakasti liturinn – kosinn af gestum.
Á hverju ári gefur eitthvert býlið gimbur sem er boðin upp og stendur hún undir kostnaði við sýningarhaldið. Boðin var upp botnótt gimbur frá Skarði og var það Lilja í Djúpadal sem bauð hæst. 

18 myndir:

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...