Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Ár á friðlýstu Broods Range-víðernunum í Alaska eru skyndilega orðnar eitraðar vegna efnahvarfa við þiðnun heimskautafrerans. Fiskistofnar eru í hættu, sem og annað lífríki.
Ár á friðlýstu Broods Range-víðernunum í Alaska eru skyndilega orðnar eitraðar vegna efnahvarfa við þiðnun heimskautafrerans. Fiskistofnar eru í hættu, sem og annað lífríki.
Mynd / Josh Koch
Utan úr heimi 17. október 2025

Litskrúðug og baneitruð laxveiðiá

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Laxveiðiár í Alaska eru orðnar mengaðar vegna efnahvarfa sem myndast við þiðnun heimskautasífrerans.

Í Alaska hefur áin Lax (e. Salmon) lengi verið eftirsótt til veiða á samnefndum fiski og vatn hennar lengstum tært og hreint. Nú ber svo við að áin er gruggug og ryðrauð eða jafnvel appelsínugul á lit og ástæða þess rakin til þiðnunar heimskautasífrerans. Gert er ráð fyrir að þetta skyndilega og víðtæka niðurbrot á áður óspilltum norðurskautsstraumum endurspegli útsetningu súlfíðsteinda í undirliggjandi berggrunni fyrir veðrun, í kjölfar þíðu sífrerans.

Grjót í ánni er hlaðið brennisteini og myndar nú súlfíðsýru sem leysir upp allan kopar, kadmíum og fleira sem upphaflega var í berginu. Vatn árinnar er orðið súrt og í því þrífast lifandi verur illa.

Grunnvatnsrennsli og straumvatn frá vistkerfum þar sem súlfíð oxast getur flutt fjölda hugsanlega eitraðra málma til annarra vistkerfa í ferli sem er hliðstætt afrennsli úr súrum námum.

Proceedings National Academy of Sciences, ritrýnt tímarit sem fjallar um rannsóknir á sviðum líffræði, eðlisfræði og félagsvísinda, greinir frá.

Málmar yfir eitrunarmörkum

Votlendið í Brooks Range í Alaska er á víðáttumiklu svæði af friðlýstum víðernum og hefur lengi verið megin búsvæði bæði staðbundinna fiskitegunda og göngufiska (anadromous). Árið 2019 fór fyrst að bera á því að áður glertært vatn árinnar varð appelsínugulleitt og hefur haldist gruggugt og mislitað síðan. All eru nú svo komið fyrir í það minnsta 75 ám og lækjum á svæðinu.

Í rannsókn sem birt var undir síðustu áramót kom í ljós að meginkvísl Lax og flestar þverár hennar hafa málmstyrk sem talinn er eitraður fyrir lífríki í vatni. Niðurstöðurnar gætu hjálpað til við að skýra nýlegt hrun í endurkomu laxa á hrygningarsvæði árinnar.

Laxveiði er mikilvægur tekjustofn íbúa svæðisins og því veldur þetta alvarlegum búsifjum auk náttúruspjalla.

Árnar að verða ónýtar

Meginá Lax sýndi skv. rannsókninni m.a. hækkaðan súlfatstyrk, sem og flestar þverárnar, sérstaklega þær á efri vatnaskilum. Meginkvísl Lax fór stöðugt yfir langvarandi váhrifaþröskuld EPAumhverfisstofnunarinnar fyrir heildarstuðul endurheimtanlegs járns og áls og uppleysts kadmíums, frá fyrstu stóru þveránni til ósa.

Níu af tíu helstu þverám, sem tekin voru sýni úr, fóru yfir EPAviðmiðunarmörk.

Niðurstöður benda til þess að búsvæðagæði staðbundinna- og göngufiska séu verulega skert á vatnasviði Lax. Tap á mikilvægu hrygningarsvæði í ánni og mörgum öðrum ám og lækjum á svæðinu gæti skýrt nýlegt hrun í laxagengd.

Breyting ánna á Brooks Rangesvæðinu er ekkert einsdæmi, ár, vötn og lækir beggja heimskauta eru í vaxandi mæli að taka á sig þennan ryð-appelsínugula lit vegna þiðnunar sífrerans. Nýbirt rannsókn Umeåháskóla sýnir að ís við mínus 10 °C losar meira járn úr algengum steinefnum en fljótandi vatn við 4 °C. Þetta ögrar hinum viðteknu sannindum um að frosið umhverfi hægi á efnahvörfum.

Þiðnun sífrera risavaxið mál

Sífreri (permafrost) er þegar hiti fer ekki upp fyrir -1 °C. Þótt talað sé um sífrera þegar frost hefur verið lengur en tvö ár í röð, er oft um að ræða hundruð eða jafnvel þúsundir ára.

Sífrerinn nær til fjórðungs norðurhvels og í Síberíu, Alaska og norðurhluta Kanada eru miklar freðmýrar.

Vísindamenn víða um heim telja ástæðu til að beina athygli í ríkari mæli að þiðnun sífrera jarðar. Þiðnunin hefur miklar afleiðingar, jafnt á landið sjálft og fólkið sem þar býr. Byggð víkur og dýr og aðrar lífverur þurfa að finna sér ný búsvæði.

Alvarleg hætta kann að stafa af örverum sem losna úr klóm frostsins. Þá er að losna úr læðingi kolefni sem bundið hefur verið í ís í þúsundir ára og bætast við þann koltvísýring sem safnast hefur saman af mannavöldum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...