Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Litskrúðug hænsni á sýningu hjá ERL
Skoðun 25. október 2016

Litskrúðug hænsni á sýningu hjá ERL

Höfundur: Ólafur R. Dýrmundsson
Alltaf vekur athygli þegar Eigenda- og ræktendafélag landnámshænsna heldur sýningar, nú síðast í Kópavogi, nánar tiltekið á Dalvegi 30 þar sem Gróðrarstöðin Storð er til húsa.
 
Sýningin, sem var haldin sunnudaginn 25. september sl., var að þessu sinni sett upp utandyra í góðu veðri. Við blasti mikil fjölbreytni í litum og öðrum eiginleikum landnámshænsna í samræmi við nýendurskoðaðar sýningarreglur félagsins. Þær falla vel að ræktunarreglum ERL en nú hafa 28 ræktendur hlotið vottun þess, þar af tveir í Bandaríkjunum. Öll voru sýningarhænsnin falleg og vel hirt, mest hænur á ýmsum aldri en einnig tveir roggnir hanar og nokkrir litlir ungar með móður sinni.
 
Auk þekktra ræktenda kom töluvert af áhugafólki af höfuðborgarsvæðinu á sýninguna en áhugi á minni háttar hænsnahaldi hefur farið vaxandi á seinni árum og nokkrir hafa fengið leyfi til þess hjá sveitarfélögunum. Þó er ekki heimilt að halda hana í þéttbýli af tillitssemi við nágrannana.
 
Oftar en ekki verða landnámshænsni fyrir valinu og þar með er verið að stuðla að verndun þessa merka stofns sem á liðnu ári hlaut viðurkenningu Slow Food samtakanna. Þau stuðla m.a. að aukinni fjölbreytni í framleiðslu, vinnslu og dreifingu afurða lítilla búfjárstofna sem margir hverjir eru í útrýmingarhættu. Varðveisla erfðaauðlinda er því ofarlega á dagskránni og markvisst er unnið gegn verksmiðjuvæðingu landbúnaðar. Slow Food starfar um heim, en hafa aðsetur á Ítalíu þar sem samtökin voru stofnuð 1989.
Á sýningunni voru kynnt veggspjald af íslensku landnámshænunni, sem er fáanlegt í tveim stærðum hjá Bændasamtökum Íslands í Bændahöllinni, og  nýlega útgefið 2016-hefti af  Landnámshænunni, félagsriti ERL. Ritstjóri  og ábyrgðarmaður þess var Magnús Ingimarsson búvísindamaður, ritari félagsins, en Jóhanna Harðardóttir, fyrrv. formaður ERL, veitti honum aðstoð við útgáfuna. Með Magnúsi sitja í aðalstjórn ERL bændurnir Hugi Ármannsson (form.) og Valgerður Auðunsdóttir (gjaldk.).
 
Vel hefur tekist til við útgáfuna, frábært lesefni með upplýsingum og fróðleik af ýmsu tagi og myndskreytingar eru með miklum ágætum. Þar með eru teikningar og myndir af litlum hænsnakofum, skrá yfir vottaða ræktendur sem flestir hafa unga til sölu, auk fróðlegra greina, lærðra sem leikra, um ýmis efni er tengjast hænsnahaldinu hér á landi og erlendis, að ógleymdum ræktunarreglum og sýningareglum ERL.  Allt er þetta til fyrirmyndar og eru lesendur Bændablaðsins hvattir til að kynna sér blaðið og hið merka verndunarstarf sem ERL sinnir af alúð og framsýni.
 
Höf. , dr. Ólafur R. Dýrmundsson,
er sjálfstætt starfandi búvísindamaður, stofnfélagi í ERL og félagi í Slow Food samtökunum.
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f