Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Litríkt barnateppi
Hannyrðahornið 26. júlí 2017

Litríkt barnateppi

Höfundur: Mæðgurnar í Handverkskúnst
Þetta litríka barnateppi er prjónað úr Scheepjes Whirl, fallega bómullargarninu okkar sem er fáanlegt í mörgum litbrigðum. 
 
Á dokkunni eru 1.000 metrar og hver dokka um 200 g. Garnið er gífurlega vinsælt og dugir til dæmis ein dokka í flest sjöl (prjónuð eða hekluð).
 
Ég prjónaði þetta teppi eins langt og dokkan dugði en auðvitað er ekkert mál að minnka það eða stækka, en þá þarf fleiri dokkur.
 
Garn:  Scheepjes Whirl – (fæst í Handverkskúnst)
Stærð: ca. 82x100 sm
Prjónar: Hringprjónn 60-80 sm nr 3 eða sú prjónastærð sem þarf til að prjónfesta passi
Prjónfesta: 25 lykkjur = 10 sm
Perluprjón:
Umferð 1 (réttan): Prjónið *1 lykkju slétt, 1 lykkju brugðið* endurtakið frá *-* út umferðina.
Umferð 2 (rangan): Prjónið slétt yfir brugðið og brugðið yfir slétt.
Endurtakið umferð 2
 
Aðferð: 
Fitjið upp 205 lykkjur og prjónið perluprjón fram og til baka 8 umferðir.  Skiptið yfir í munstur og prjónið þannig: 8 lykkjur perluprjón, prjónið samkvæmt munsturteikningu og endið umferðina á 8 lykkjur perluprjón.
Prjónið eins langt og dokkan endist, en endið á umferð 11 eða 22 í munstri og prjónið síðan 8 umferðir perluprjón. Fellið af. Í mínu tilfelli er ég með 13 endurtekningar á munstri og síðan perluprjónskantur efst á teppi.
Gangið frá endum, þvoið teppið og leggið til þerris.
 
 
Prjónakveðja, 
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is

 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...