Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Höfundur: Sigrún Helga Indriðadóttir

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, t.d. í fjallgönguna eða útileguna. Uppskriftin heitir HAUST en því er auðvelt að breyta  í VOR, litavalið eitt ræður því. Uppskriftin er hugsuð þannig að vettlingaparið sé hvort með sínum munsturlitnum.

En þessi uppskrift er einnig kjörin til að nýta umframgarn og leika sér að litum.

Höfundur:  Sigrún Helga Indriðadóttir

Stærð: Dömu

Efni: Sauðaband frá Rúnalist eða Hulduband frá Uppspuna. 

            Aðallitur: 60-70 g

            Munsturlitir alls: 25-30 g

Prjónfesta: 5 x 5 cm = 12 lykkjur og 12 umferðir slétt á prjóna nr. 4 ½.  Hægt er að minnka eða stækka vettlingana með þvi að breyta um prjónastærð.

Leiðbeiningar

  • Fitja upp 40 lykkjur með aðallit á prjóna nr. 4
  • Tengið saman í hring og prjónið stroff: *2 slétt, 2 brugðið* þar til stroffið mælist 8-9 cm
  • Skiptið yfir á prjóna nr. 4 1/2 og prjónið eina umferð slétt en aukið jafnframt út um 3 lykkjur jafnt yfir umferðina = 43 lykkjur.
  • Þá er byrjað á munstrinu. Lesið munstrið frá hægri til vinstri og byrjið hjá pílunni
  • Aukið út fyrir þumli eins og sýnt er á myndinni.
  • Þegar komið er að rauðu línunni er tekið auka band í öðrum lit og prjónað yfir 11 lykkjur, setjið þessar 11 lykkjur aftur yfir á prjóninn og haldið áfram með munstrið þar til komið er að úrtöku.
  • Fellið af samkvæmt útskýringu og þegar 11 lykkjur eru eftir, klippið þá bandið og dragið í gegn.
  • Þumall: takið upp 24 lykkjur; 11 lykkjur að framan og aftan auk 2 lykkjur sitthvoru megin við þessar 11 lykkjur sem prjónaðar voru á auka bandið (1 lykkja, 11 lykkjur, 1 lykkja, 11 lykkjur). Byrjið þar sem pílan er og prjónið frá hægri til vinstri.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...