Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Litlu-Reykir
Bóndinn 12. september 2019

Litlu-Reykir

Hjónin Þorvaldur og Ragnheiður tóku við Litlu-Reykjum af foreldrum Þorvaldar, þeim Þórarni og Sigríði, árið 1984. Ragnheiður lést svo árið 2014. Árið 1986 var byggt 24 bása fjós með mjaltagryfju, árið 2004 var því fjósi breytt í lausagöngu.

Árið 2016 var byggt nýtt lausagöngufjós með 72 básum og mjaltaþjónninn kom til sögunnar sumarið 2017.

Býli: Litlu-Reykir.

Staðsett í sveit:  Flóahreppur.

Ábúendur: Þorvaldur Þórarinsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þorvaldur. Á sama hlaði býr Sigríður, mamma Þorvaldar, og Unnur, dóttir hans, ásamt manni og 2 börnum. Þorvaldur á 3 dætur að auki og barnabörnin eru 6.

Stærð jarðar?  220 ha, þar af 80 ha ræktað land

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 150 nautgripir, þar af 55 mjólkurkýr. 115 vetrarfóðraðar kindur og 30 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Byrjar og endar á fjósverkum. Annað mjög árstíðabundið, kindurnar eiga vorið (ásamt jarðvinnu) og nokkra haustdaga, annars snýst þetta mest um nautgripina.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorverkin eru skemmtilegust. Leiðinlegast er að gefa kálfum úr pela.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri kvóti en annars með svipuðu sniði.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þeir standa sig vel sem nenna að standa í því.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef íslenskar afurðir verða vel merktar fyrir neytendur er framtíðin björt.

Merkilegt hvað það getur verið erfitt að finna út hvers lenskar landbúnaðarafurðirnar eru, sem eru í boði í verslunum.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Bæði í lambakjöti og mjólkurvörum.

Hvað er alltaf til í ís­skápnum? Mjólk, skyr, rjómi og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kýrnar sluppu út eina nóttina í febrúar. Kolniðamyrkur og fljúgandi hálka urðu til þess að mjög erfitt var að ná þeim inn og a.m.k. 10 kýr stórslasaðar. Það var ekki skemmtileg aðkoma.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...