Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Litlu dýrin sem stjórna heiminum
Utan úr heimi 13. nóvember 2023

Litlu dýrin sem stjórna heiminum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Skordýrum fer fækkandi. Um það eru merki víða um heim. En kannski er ekki allt sem sýnist.

Skordýrum, fjölbreyttasta hópi lífvera á jörðinni, er að fækka með áður óþekktum hraða. Þau hafa þó í um 400 milljónir ára verið farsælasti hópur dýra á jörðinni. Skordýr eru tveir þriðju hlutar rúmlega 1,5 milljóna skráðra dýrategunda heimsins og væntanlega milljónir þeirra enn óuppgötvaðar.

Því hefur verið haldið fram að skordýr gætu horfið á innan við öld miðað við núverandi hnignunarhraða og stórlandbúnaður á iðnaðarskala ásamt loftslagsbreytingum valdi þar mestu tjóni af öllu. Vísindamennirnir telja gjarnan eyðingu náttúrulegra búsvæða vegna þéttbýlismyndunar þó vera lykilatriði hvað varðar fækkun skordýra.

Nýjustu rannsóknir benda þó til að fréttir af fækkun skordýra á heimsvísu um allt að 25% á einum áratug séu ekki alls kostar réttar. Málið sé mun flóknara en svo. Skv. frétt BBC um málið er skordýrum sem búa á landi að fækka en pöddum sem lifa í ferskvatni fjölgar.

Mesta skordýrafækkunin í Evrópu og Bandaríkjunum

BBC segir samantektarrannsókn sem byggi á gögnum úr 166 langtíma- könnunum á 1.676 stöðum og birt var í vísindatímaritinu Science, draga upp mjög blæbrigðaríka og breytilega mynd af ástandi skordýraheilbrigðis.

Þannig fækki skordýrum eins og fiðrildum, maurum og engisprettum um 0,92% á ári, eða um 9% á áratug. Það sé ekki eins slæmt og áður var talið en engu að síður mjög alvarlegt. Ástand þessara stofna sé verra á ákveðnum svæðum en öðrum. Fljúgandi skordýrum hafi fækkað að meðaltali. Hins vegar sé meirihluti skordýra lítið áberandi og lifi fjarri augum fólks – í jarðvegi, trjám eða vatni.

Rannsóknir sem sýni fram á fækkun hafi í mörgum tilvikum fjallað um afmörkuð svæði eða einstakar tegundir og eigi þess vegna ekki við almennt. Mest var skordýratapið í vestur- og miðvesturríkjum Bandaríkjanna og í Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi.

Þótt mörgum tegundum á landi fari fækkandi sýni samantektar- rannsóknin að skordýr sem lifi í fersku vatni, eins og mýflugur, aukist um 1,08% á ári. Þessi jákvæða þróun hafi verið sterk í Norður-Evrópu, í vesturhluta Bandaríkjanna og síðan á tíunda áratugnum í Rússlandi. Vísindamennirnir telja að þetta sé vegna lagasetninga sem orðið hafi til þess að mengaðar ár og vötn voru hreinsuð.

Hins vegar muni fjölgun skordýra sem lifi í vatni ekki bæta upp hrun hinna. Þau séu aðeins um 10% þess fjölda sem lifi á landi.

Skógi vaxin búsvæði langbest

Á ræktuðu landi annars vegar og náttúrulegum skógi og engjum hins vegar hélst heildarmassi skordýra jafn en tegundafjölbreytni minnkaði um allt að 30% á ræktuðu landi. Á sama tíma var annað mynstur í borgarlandslagi: lítil breyting á tegundafjölbreytileika en 40% fækkun á lífmassa skordýra. Rannsóknin útskýrir ekki ástæður þessa en segir mögulegt að á meðan búskapur framleiði mikið af gróðri þar sem skordýr geti lifað séu plönturnar sem vaxa þar einsleitar.

Þannig að sveitin geti borið mikið af skordýrum, en litla tegundafjölbreytni. Að sama skapi er minni gróður í borgum en meira úrval búsvæða svo sem almenningsgarðar, garðar og grasræmur meðfram gangstéttum. Skógi vaxin svæði, bæði í borgum og á ræktuðum svæðum, stóðu upp úr varðandi skordýrafjölda og fjölbreytileika tegunda.

Standa undir nánast öllum vistkerfum

Skordýr standa undir nánast öllum vistkerfum á landi og í ferskvatni og skipta sköpum fyrir fæðukeðjuna. Þau eru fæða fugla, skriðdýra og spendýra eins og leðurblaka. Skordýr skipta líka afar miklu máli þegar kemur að frjóvgun, síðast en ekki síst uppskeru, endurvinnslu næringarefna og heilbrigði og loftun jarðvegs. Skordýr fræva meira en 75% af uppskeru á heimsvísu, er það þjónusta sem metin er á allt að 577 milljarða dollara á ári, skv. The Intergovernmental Science-Policy Platform on Biodiversity and Ecosystem Services (IPBES). Harvard-líffræðingurinn E. O. Wilson hefur einmitt sagt um skordýrin: „Þetta eru litlu dýrin sem stjórna heiminum.“ 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...