Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Litli leikklúbburinn
Líf og starf 26. janúar 2024

Litli leikklúbburinn

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Litli leikklúbburinn, sem stofnaður var árið 1965 á Ísafirði, býður nú upp á Fiðlarann á þakinu eftir þá félaga Joseph Stein, Jerry Bock og Sheldon Harnick.

Mikill fjöldi stendur að uppsetningunni sem er, í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur, unnin í samstarfi við Tónlistarskóla Ísafjarðar. Koma því bæði leikarar, dansarar, kór og hljómsveit við sögu. Uppsetningin er afar metnaðarfull en telur leikhópurinn 27 manns og níu eru í hljómsveit.

Fiðlarinn á þakinu fjallar um líf og siðvenjur gyðinga Austur-Evrópu árið 1905, þá mjólkurpóstinn Tevje – sem leikinn er af Bergþóri Pálssyni – og fjölskyldu hans, sem með aðstoð hjúskaparmiðlara standa í því vandasama verki að gifta dæturnar fimm.

Hjúskaparmiðlari þorpsins gerir sitt besta til að sinna hlutverki sínu en dæturnar hafa aðrar hugmyndir um örlög sín en foreldrarnir, miðlarinn og samfélagið. Fékk leikfélagið danshöfundinn frábæra, Chantelle Carey, til sín svo allir á sviðinu gangi nú, hoppi og dansi í takt.

„Tónlistarskólinn átti stórafmæli á síðasta ári og í tengslum við það kom sú hugmynd upp að setja á svið stóran og flottan söngleik aftur og Fiðlarinn á þakinu varð fyrir valinu,“ segir Tinna Ólafsdóttir, gjaldkeri félagsins, en þau settu söngleikinn Söngvaseið á svið í fyrra.

„Okkur í leikklúbbnum þótti svo bráðnauðsynlegt að nýta krafta Bergþórs, sem er skólastjóri tónlistarskólans auk þess að vera einn af bestu söngvurum landsins. Við snerum því upp á höndina á honum þar til hann samþykkti að taka að sér aðalhlutverkið.“

Tinna segir Bergþór þó ekki þann eina úr röðum tónlistarskólans, en einn kennaranna, Beáta Joó, gegnir hlutverki tónlistarstjóra sýningarinnar.

„Hún hefur áður tekið að sér tónlistarstjórn, bæði með okkur og Leikfélagi Menntaskólans á Ísafirði og það er virkilega dýrmætt að njóta leiðsagnar hennar,“ segir Tinna.

Frumsýning Fiðlarans á þakinu verður 1. febrúar og sýningar fram að 16. febrúar. Miðaverð er 5.900 kr. fyrir fullorðna og börn 12 ára og yngri greiða 3.500. Miða má kaupa á vefsíðunni www.litlileik.is

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...