Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Litla-Ármót
Bóndinn 15. ágúst 2019

Litla-Ármót

Ábúendurnir á Litla-Ármóti, þau Ragnar og Hrafnhildur, tóku við búskapnum 1. maí 2013, af foreldrum Hrafnhildar, Baldri I. Sveinssyni og Betzy M. Davidsson. 

Býli:  Litla-Ármót.

Staðsett í sveit:  Hraungerðishrepp í Flóanum.

Ábúendur: Ragnar, Hrafnhildur, Baldur Ragnar og Nikulás Tumi.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 4.

Stærð jarðar?  Tæpir 200 ha.

Gerð bús? Kúabúskapur; það er mjólkur-framleiðsla og kjötframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? 150 nautgripir, 3 hross og einn köttur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir, önnur vinna, mjaltir og önnur vinna. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll verk skemmtileg annaðhvort í upphafi eða í lokin. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Áframhald á kúabúskap.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þakklát fyrir að það séu til bændur sem gefa sig í þetta starf fyrir hópinn.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það er augljóst að upplýsa þarf þjóðina um sveitastörf, mörg tækifæri liggja í upplýsingagjöf til neytenda, umfjöllun í fjölmiðlum sýnir að áhugi er fyrir matvælaframleiðslu. Ef skilningur er á milli neytenda og framleiðenda þá vegnar innlendum landbúnaði vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Líklegast er erfitt að standa í útflutningi þar sem kostnaður við framleidda einingu hér á landi er hár, þar ræður líklegast mestu vextir, launakostnaður almennt og lega landsins.  

Svo er það siðferðislega spurningin varðandi kolefnisfótspor sem í dag verður að taka tillit til.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Við erum það lánsöm að það er til nóg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það er heimaræktað nautakjöt. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Erfitt að nefna eitthvað eitt. Það sem situr þó eftir er þegar yngri kynslóðinni hefur tekist að leysa krefjandi verkefni við bústörfin.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...