Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu.
Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu.
Mynd / unsplash.com
Utan úr heimi 3. mars 2023

Lítið gert til að draga úr skógareyðingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Athugun sýnir að þriðjungur stórfyrirtækja sem tengjast víðáttumikilli skógareyðingu séu ekki með neina áætlun um að draga úr henni eða stöðva.

Samkvænt athugun Global Canopy, samtaka sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og stöðu skóga í heiminum, hafa 31% þeirra alþjóðlegu stórfyrirtækja sem tengd eru víðtækri skógareyðingu gert ráðstafanir eða sett fram áætlun um að draga úr eyðingunni. Mörg fyrirtækjanna sem um ræðir hafa ekki heldur neinar áætlanir um að skoða þátt sinn í skógareyðingu og hafa ekki skrifað undir viljayfirlýsingu um að vilja draga úr eyðingunni.

Í skýrslu Global Canopy segir að þrátt fyrir að fjöldi stórfyrirtækja hafi gefið út stefnu þar sem kemur fram vilji til að vernda skóga hafi fá þeirra á sínum vegum eftirlit með eyðingu í tengslum við framleiðslu þeirra.

Þar segir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi á sínum tíma gefið út yfirlýsingu um að draga verulega úr eða hætta framleiðslu sem leiði til skógareyðingar fyrir árið 2020 en að lítið hafi orðið um efndir hvað slíkt varðar.

Í athuguninni kemur fram að ýmis fjármagnsfyrirtæki hafi í ráðgjöf sinni bent á að samdráttur í skógareyðingu gæti reynst fjárhagslega óhagkvæmt.

Á Cop26 ráðstefnunni fyrir tveimur árum samþykktu leiðtogar heims að allt yrði gert til að draga úr skógareyðingu og gera hana óþarfa í virðiskeðjunni. Í dag er áætlað að skógareyðing til að rækta pálma til olíuframleiðslu og sojabaunir auk nautgripaeldis sé ástæðan fyrir um 25% losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Skylt efni: Skógareyðing

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...