Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu.
Leiðtogar heims hafa samykkt að gera allt til að draga úr skógareyðingu.
Mynd / unsplash.com
Utan úr heimi 3. mars 2023

Lítið gert til að draga úr skógareyðingu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Athugun sýnir að þriðjungur stórfyrirtækja sem tengjast víðáttumikilli skógareyðingu séu ekki með neina áætlun um að draga úr henni eða stöðva.

Samkvænt athugun Global Canopy, samtaka sem sérhæfa sig í söfnun upplýsinga og stöðu skóga í heiminum, hafa 31% þeirra alþjóðlegu stórfyrirtækja sem tengd eru víðtækri skógareyðingu gert ráðstafanir eða sett fram áætlun um að draga úr eyðingunni. Mörg fyrirtækjanna sem um ræðir hafa ekki heldur neinar áætlanir um að skoða þátt sinn í skógareyðingu og hafa ekki skrifað undir viljayfirlýsingu um að vilja draga úr eyðingunni.

Í skýrslu Global Canopy segir að þrátt fyrir að fjöldi stórfyrirtækja hafi gefið út stefnu þar sem kemur fram vilji til að vernda skóga hafi fá þeirra á sínum vegum eftirlit með eyðingu í tengslum við framleiðslu þeirra.

Þar segir einnig að fjöldi fyrirtækja hafi á sínum tíma gefið út yfirlýsingu um að draga verulega úr eða hætta framleiðslu sem leiði til skógareyðingar fyrir árið 2020 en að lítið hafi orðið um efndir hvað slíkt varðar.

Í athuguninni kemur fram að ýmis fjármagnsfyrirtæki hafi í ráðgjöf sinni bent á að samdráttur í skógareyðingu gæti reynst fjárhagslega óhagkvæmt.

Á Cop26 ráðstefnunni fyrir tveimur árum samþykktu leiðtogar heims að allt yrði gert til að draga úr skógareyðingu og gera hana óþarfa í virðiskeðjunni. Í dag er áætlað að skógareyðing til að rækta pálma til olíuframleiðslu og sojabaunir auk nautgripaeldis sé ástæðan fyrir um 25% losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum.

Skylt efni: Skógareyðing

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...