Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Helstu smitleiðir listeríu eru með óelduðum matvælum, eins og mjúkum ógerilsneyddum ostum.
Helstu smitleiðir listeríu eru með óelduðum matvælum, eins og mjúkum ógerilsneyddum ostum.
Mynd / bbl
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremur mánuðum þessa árs eru vísbendingar um að svo sé einnig hér á landi.

Greint er frá þessari stöðu í Fréttabréfi sóttvarnalæknis sem gefið var út nú í apríl. Þar kemur fram að dauðsföll af völdum matarborinna sýkinga í Evrópu árin 2018 til 2022 hafi oftast tengst listeríusýkingum. Í helmingi tilvika voru dauðsföll rekin til listeríu, alls 125 tilfelli. Salmonella kom þar næst, en 32 dauðsföll voru rakin til slíkra smita.

Gengur oftast fljótt yfir

Tekið er fram að slíkar sýkingar lýsi sér oftast sem uppköst eða niðurgangur sem gangi fljótt yfir, en geti þó leitt til alvarlega veikinda og jafnvel dauða.

Í umfjölluninni kemur fram að listería sé baktería sem finnist víða í náttúrunni, bæði í vatni og jarðvegi sem og hjá fjölda dýrategunda. Einkennandi fyrir listeríu sé að bakterían þrífst vel við kælingu og háan saltstyrk við geymslu matvæla en fjölgi sér síðan í líkama fólks. Listería valdi nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki, nema barnshafandi konum.

Helsta smitleiðin með matvælum

Ákveðnir þættir auki mjög líkur á sýkingu, svo sem hár aldur og ónæmisbæling. Listeríusýking geti leitt til fósturláts eða nýburadauða ef móðir smitast á meðgöngu og sýkillinn berst til fósturs í gegnum fylgjuna.

Helsta smitleið listeríu sé með matvælum sem ýmist hafa verið menguð frá upphafi eða í framleiðsluferli og þá helst mjúkir og ógerilsneyddir ostar, hrátt grænmeti eða salat, kaldreyktur eða grafinn lax og niðursneitt kjötálegg. Listeríusmit séu oft stök tilfelli en listería geti þó valdið hópsýkingum sem nái til margra landa.

Á Íslandi hafa tveir til fimm einstaklingar greinst árlega á Íslandi með listeríusmit, en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa þegar greinst fimm einstaklingar. Er í umfjölluninni sagt mikilvægt að lögð verði áhersla á forvarnir, vöktun og rannsóknir mögulegra hópsýkinga.

Nauðsynlegt sé að fræða áhættuhópa um tengsl listeríu við ákveðin matvæli sem borin eru fram óelduð. Mikilvægt sé að hafa í huga að jafnvel matvæli sem eru framleidd í samræmi við gæðastaðla geti valdið sýkingu hjá fólki með skert ónæmiskerfi.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...