Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar, útdeildi boxum undir birkifræin áður en haldið var út í skóginn.
Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar, útdeildi boxum undir birkifræin áður en haldið var út í skóginn.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 11. október 2021

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit lagði Skógræktinni og Landgræðslunni lið á dögunum þegar klúbburinn stóð fyrir því að farið var út í skóg að tína birkifræ.

Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir átaki meðal landsmanna um að breiða út birkiskóga landsins og hvetja til þess að safna birkifræjum.

Jóhann Jakob Helgason lét sitt ekki eftir liggja við tínsluna.

„Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að eiga stund í skóginum með sjálfum sér eða fjölskyldunni, vinum og vandamönnum,“ segir Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar í Eyjafjarðarsveit. Hún segir að Sifjarkonur hafi hafi svarað kallinu í fyrrahaust „og það var svo gaman og notalegt að fleirum var boðið að vera með nú í ár,“ segir hún. Alls voru tólf manns á ferðinni nú, þar af voru Lionskonur sex talsins.

Birkifræsöfnunin í fyrra gekk vel, en alls var í heild tekið á móti 274 kílóum af birkifræi. Þá var mest safnað á Suður- og Vesturlandi þar sem fræár var með eindæmum gott í fyrra, en frekar lélegt fyrir norðan og austan. Í sumar snerist dæmið við og hefur fræmagn af trjám í þeim landshlutum verið mjög gott en lakara um sunnan og vestanvert landið.

Eftir að búið var að tína fræin var haldið í kaffisopa og kökubita á Hælinu.

Tvö kíló af fræjum

Lionskonur söfnuðu fræjum í í Kristnesskógi og Reykhúsaskógi sem eru samliggjandi. „Við tíndum rúmlega tvö kíló af óhreinsuðum fræjum í þetta sinn,“ segir hún og bætir við að öllum hafi þótt svo gaman að örugglega verði farið út í skóg aftur að ári að safna birkifræi. „Kjörorð Lions er „Við leggjum lið“ og það á vel við þetta verkefni.“
Eftir að söfnun lauk gátu þátttakendur komið sér vel fyrir á Hælinu, setri um sögu berklanna, og yljað sér á kaffi og kökubita.

Selma Dögg Sigurjónsdóttir einbeitt við tínsluna.

Skylt efni: Birki | birkifræ

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...