Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar, útdeildi boxum undir birkifræin áður en haldið var út í skóginn.
Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar, útdeildi boxum undir birkifræin áður en haldið var út í skóginn.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 11. október 2021

Lionskonur í Eyjafjarðarsveit söfnuðu birkifræi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit lagði Skógræktinni og Landgræðslunni lið á dögunum þegar klúbburinn stóð fyrir því að farið var út í skóg að tína birkifræ.

Skógræktin og Landgræðslan standa fyrir átaki meðal landsmanna um að breiða út birkiskóga landsins og hvetja til þess að safna birkifræjum.

Jóhann Jakob Helgason lét sitt ekki eftir liggja við tínsluna.

„Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla að eiga stund í skóginum með sjálfum sér eða fjölskyldunni, vinum og vandamönnum,“ segir Hrönn Arnheiður Björnsdóttir, formaður Lionsklúbbsins Sifjar í Eyjafjarðarsveit. Hún segir að Sifjarkonur hafi hafi svarað kallinu í fyrrahaust „og það var svo gaman og notalegt að fleirum var boðið að vera með nú í ár,“ segir hún. Alls voru tólf manns á ferðinni nú, þar af voru Lionskonur sex talsins.

Birkifræsöfnunin í fyrra gekk vel, en alls var í heild tekið á móti 274 kílóum af birkifræi. Þá var mest safnað á Suður- og Vesturlandi þar sem fræár var með eindæmum gott í fyrra, en frekar lélegt fyrir norðan og austan. Í sumar snerist dæmið við og hefur fræmagn af trjám í þeim landshlutum verið mjög gott en lakara um sunnan og vestanvert landið.

Eftir að búið var að tína fræin var haldið í kaffisopa og kökubita á Hælinu.

Tvö kíló af fræjum

Lionskonur söfnuðu fræjum í í Kristnesskógi og Reykhúsaskógi sem eru samliggjandi. „Við tíndum rúmlega tvö kíló af óhreinsuðum fræjum í þetta sinn,“ segir hún og bætir við að öllum hafi þótt svo gaman að örugglega verði farið út í skóg aftur að ári að safna birkifræi. „Kjörorð Lions er „Við leggjum lið“ og það á vel við þetta verkefni.“
Eftir að söfnun lauk gátu þátttakendur komið sér vel fyrir á Hælinu, setri um sögu berklanna, og yljað sér á kaffi og kökubita.

Selma Dögg Sigurjónsdóttir einbeitt við tínsluna.

Skylt efni: Birki | birkifræ

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...