Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Línubrjótar með ARR/x arfgerð
Á faglegum nótum 11. september 2023

Línubrjótar með ARR/x arfgerð

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun

Vangaveltur hafa vaknað varðandi það hvernig eigi að bregðast við ef línubrjótar reynast vera af ARR/x arfgerð.

Það er niðurstaða Matvælastofnunar að túlka megi 1. mgr 25. gr. laga nr 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim á þann veg að heimild stofnunarinnar til að leyfa flutning á kynbótagripum yfir varnarlínur geti einnig náð til línubrjóta með ARR-arfgerð.

Haust og vetur 2023-24 gildir:

Þegar um línubrjóta er að ræða skal allt fullorðið fé sent til slátrunar eða aflífað, utan sláturtíðar. Ef um lömb er að ræða sem eru með staðfesta ARR arfgerð fá þau að lifa svo lengi sem ekki er um að ræða heimflutning af garnaveikisvæði yfir á svæði þar sem ekki er bólusett við garnaveiki. Matvælastofnun getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði við sérstakar aðstæður.

Þetta þýðir að þegar línubrjótar koma fram í haustréttum, ber fjallskilastjóra að hafa samband við eigendur. Ef viðkomandi eigandi getur sýnt fram á (í Fjárvís) að lömb séu af ARR-arfgerð gefst honum þar með kostur á að sækja um undanþágu til Matvælastofnunar til að fá að sækja þessi lömb og setja þau á til lífs.

Það þarf að vera tryggt að umrædd lömb séu þá geymd í réttinni, fóðruð og þeim brynnt uns eigandi getur sótt þau að fengnu leyfi Matvælastofnunar. Sækja skal lömbin eins fljótt og hægt er.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...