Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Línubrjótar með ARR/x arfgerð
Á faglegum nótum 11. september 2023

Línubrjótar með ARR/x arfgerð

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa og sauðfjár hjá Matvælastofnun

Vangaveltur hafa vaknað varðandi það hvernig eigi að bregðast við ef línubrjótar reynast vera af ARR/x arfgerð.

Það er niðurstaða Matvælastofnunar að túlka megi 1. mgr 25. gr. laga nr 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim á þann veg að heimild stofnunarinnar til að leyfa flutning á kynbótagripum yfir varnarlínur geti einnig náð til línubrjóta með ARR-arfgerð.

Haust og vetur 2023-24 gildir:

Þegar um línubrjóta er að ræða skal allt fullorðið fé sent til slátrunar eða aflífað, utan sláturtíðar. Ef um lömb er að ræða sem eru með staðfesta ARR arfgerð fá þau að lifa svo lengi sem ekki er um að ræða heimflutning af garnaveikisvæði yfir á svæði þar sem ekki er bólusett við garnaveiki. Matvælastofnun getur þó veitt undanþágu frá þessu ákvæði við sérstakar aðstæður.

Þetta þýðir að þegar línubrjótar koma fram í haustréttum, ber fjallskilastjóra að hafa samband við eigendur. Ef viðkomandi eigandi getur sýnt fram á (í Fjárvís) að lömb séu af ARR-arfgerð gefst honum þar með kostur á að sækja um undanþágu til Matvælastofnunar til að fá að sækja þessi lömb og setja þau á til lífs.

Það þarf að vera tryggt að umrædd lömb séu þá geymd í réttinni, fóðruð og þeim brynnt uns eigandi getur sótt þau að fengnu leyfi Matvælastofnunar. Sækja skal lömbin eins fljótt og hægt er.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...