Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Það er alltaf líf og fjör í leikhúsinu – jafnt á sviðinu og fyrir aftan það.
Menning 4. mars 2024

Lína Langsokkur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Lína Langsokkur er ein þeirra ástkæru sögupersóna sem hafa fylgt okkur síðan fyrir miðja síðustu öld.

Eydís Ósk Sævarsdóttir í hlutverki Línu Langsokks.

Höfundur hennar, Astrid Lindgren, segir frá stelpunni Línu, sem níu ára gömul hefur þann ofurkraft að vera sterkasta stúlka í heimi og býr alein í húsinu Sjónarhóli með hestinum sínum og apanum Níels þar sem faðir hennar er ævintýramaður á sjó. Hún vingast við nágrannabörnin, þau Tomma og Önnu, en saman lenda þau í alls kyns ævintýrum.

Leikfélag Mosfellsbæjar hefur nú sýningar á verkinu, en um þrjátíu manns koma að uppsetningunni. Leikstjóri er Aron Martin Ásgerðarson, leikmynda- og búningahönnuður Eva Björg Harðardóttir, tónlistarstjóri Þorsteinn Jónsson og danshöfundur Elísabet Skagfjörð.

Leikfélagið segir mikinn áhuga hafa verið á verkinu en æfingaferlið hófst með kynningarfundi þann 15. janúar og mæting mjög góð. Eins og vaninn er skrá þeir sem áhuga hafa niður upplýsingar um sig og hvar áhugasvið þeirra liggur, hvort sem það er að standa á sviði, við leikmyndasmíð, hönnun og gerð búninga, í tónlist, ljósum eða öðru. Strax í sömu viku voru leik- og söngprufur og síðan hófust æfingar sem hafa gengið mjög vel.

Frumsýning er sunnudaginn 3. mars en verður sýnt í Bæjarleikhúsinu klukkan 14. Áframhaldandi sýningar verða á sunnudögum og fer miðasala fram á tix.is

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...