Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frosið kjöt, innlent og innflutt. Skýrslan staðfestir engu að síður að langvarandi misræmi hefur verið í undirlið 160232 (unnið kjúklingakjöt, fryst) þar sem ESB skráir meira magn flutt út til Íslands og er það talið geta stafað af misflokkun milli kafla, þ.e. að varan sé skráð í undirlið 020714 (kjúklingakjöt fryst) við innflutning til landsins.
Frosið kjöt, innlent og innflutt. Skýrslan staðfestir engu að síður að langvarandi misræmi hefur verið í undirlið 160232 (unnið kjúklingakjöt, fryst) þar sem ESB skráir meira magn flutt út til Íslands og er það talið geta stafað af misflokkun milli kafla, þ.e. að varan sé skráð í undirlið 020714 (kjúklingakjöt fryst) við innflutning til landsins.
Lesendarýni 3. nóvember 2023

Lífróður fyrir framtíð landbúnaðar

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Mjólkursamsölunni.

Þann 23. október sl. kom út skýrsla fjármálaráðuneytisins sem ber heitið, Innflutningur landbúnaðarvara frá Evrópusambandinu til Íslands: Greining á misræmi milli gagna Evrópu- sambandsins og Íslands. Skýrslan staðfestir að misræmi er til staðar í innflutningsgögnum milli Íslands og ESB og farið er yfir ýmsar ástæður sem geta skýrt það.

Skýrslan staðfestir engu að síður að langvarandi misræmi hefur verið í undirlið 160232 (unnið kjúklingakjöt, fryst) þar sem ESB skráir meira magn flutt út til Íslands og er það talið geta stafað af misflokkun milli kafla, þ.e. að varan sé skráð í undirlið 020714 (kjúklingakjöt fryst) við innflutning til landsins. Skýrsluhöfundar benda á að vegna mismunandi tollkjara í 2. kafla og 16. kafla getur falist fjárhagslegur ávinningur fyrir innflytjanda af því að flokka vörur frekar í 2. kafla.

Í skýrslunni er einnig staðfest að verulegt misræmi er að finna á undirlið 040299, bragðbættu mjólkur- og undanrennudufti, mun meira er flutt út frá ESB en inn til Íslands. Skýrsluhöfundar finna enga skýringu á hvað verður um mjólkurduftið í hafi. Ekki verður heldur ráðið af skýrslunni hvort og jafnvel hugsanlega nú þegar, Skatturinn hefur beitt sér í málinu t.d. með því að leita til tollayfirvalda í útflutningslandi. Gert er ráð fyrir slíku samstarfi t.d. á grundvelli EES-samningsins. Þess ber þó að geta að misræmið var enn til staðar á árinu 2022 en þá voru flutt inn 34 tonn af vörum í vörulið 040299 samkvæmt tölum Hagstofunnar (allt mjólkur- og undanrennuduft) en 212,5 tonn voru skráð flutt út frá ESB til Íslands.
Athygli vekur að ekki er fjallað um pylsur (vöruliður 1601) unnar kjötvörur (vöruliður 1602) með sama hætti og kjöt- og mjólkurvörur. Á bls. 40 í skýrslunni segir:

Ísland og ESB hafa samið um úthlutun tollkvóta og lægri tolla fyrir evrópskar upprunavörur í vörulið 0207 en ekki hefur verið samið um úthlutun tollkvóta eða betri tollkjör fyrir kjúklingaafurðir í 16. kafla tollskrár.

Hér er ekki farið rétt með, árlega eru til ráðstöfunar 250 tonn í vörulið 1601 og 400 tonn í vörulið 1602 samkvæmt samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Það hefði aukið mjög við gildi skýrslunnar ef vöruliðir 1601 og 1602 hefðu verið teknir fyrir með sambærilegum hætti og kjöt- og mjólkurvörur.

Velta þarf öllum steinum við

Nú þegar róinn er lífróður fyrir framtíð íslensks landbúnaðar er brýnt að velta við hverjum steini. Í desember 2020 kom út skýrsla utanríkisráðuneytisins sem ber heitið Landbúnaðarsamningur Íslands og Evrópusambandsins, úttekt á hagsmunum Íslands. Í fréttatilkynningu með skýrslunni sagði að þáverandi utanríksráðherra hefði þegar óskað eftir því við ESB að tollasamningur Íslands og ESB yrði endurskoðaður.
Hér má rifja upp að Ísland hefur gengið mun lengra í að opna fyrir markaðsaðgang landbúnaðarvara frá ESB en Noregur, sjá meðfylgjandi töflu. Þar stingur sannarlega í augum að sjá meiri tollfrjálsa kvóta hér á landi fyrir bæði alifugla- og svínakjöt, sjá meðfylgjandi töflu.

Er endurskoðun tollasamnings við ESB um landbúnaðarvörur á dagskrá?

Stuttu eftir að Ísland óskaði eftir endurskoðun á viðskiptasamningi Íslands og ESB með landbúnaðar- vörur var kynnt að viðræður um þessa endurskoðun myndu haldast í hendur við viðræður um Uppbyggingarsjóð EES-samningsins. Í talsvert langan tíma hefur ekkert heyrst af samningaviðræðum og því verið óvíst hvort fyrrnefnd endurskoðun á tollasamningi Íslands og ESB sé í raun hafin.
Því vakti óneitanlega athygli, þegar ríkisstjórnin fjallaði um Uppbyggingarsjóð EES-samningsins á síðasta ríkisstjórnarfundi þann 25. október sl., að ekkert var minnst á samningaviðræður um endurskoðun viðskiptasamnings um landbúnaðarvörur. Þar var einungis minnst á samningaviðræður um markaðsaðgang með sjávarafurðir:

Leggja verður áherslu á að skýr markmið verði sett um endurskoðun samningsins og því fylgt eftir af fullum þunga. Það er eitt af þeim lóðum sem leggja má á vogarskálarnir nú þegar barátta er um „Laun fyrir lífi ungra bænda og íslenskra sveita“.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...