Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb.
Hjalti Lýðsson og Karl Viggó Vigfússon eru báðir lærðir konditor og chocolatier og eiga Ísgerðina Skúbb.
Mynd / smh
Fréttir 9. júní 2017

Lífrænn ís í Laugardalnum

Höfundur: smh
Fyrir skemmstu var ísbúðin Skúbb opnuð í Laugardalnum, nánar tiltekið á Laugarásvegi 1, þar sem eingöngu er boðið upp á lífrænan ís sem gerður er frá grunni á staðnum.
 
Karl Viggó Vigfússon er eigandi ísbúðarinnar ásamt félögum sínum, Hjalta Lýðssyni, konditor og chocolatier, og Jóhanni Friðriki Haraldssyni, viðskiptafræðingi og eiganda The Laundromat café í Austurstræti. Karl Viggó var einn af stofnendum Omnom súkkulaði­gerðarinnar og er lærður konditor og chocolatier.
 
Unnið á staðnum úr fyrsta flokks hráefni
 
Hann segir að það hafi verið ákveðið að fara alla leið með gæði hráefnisins og vinna ísinn og vörurnar algjörlega á staðnum frá grunni – og gera þannig fyrsta flokks lífrænan ís eins ferskan og mögulegt er með besta hráefni sem völ er á. „Við reynum að hafa mest lífrænt en það er vonlaust fyrst um sinn, í það minnsta að ætla að reyna að vera með lífræna vottun. Hérna á Íslandi er sumt einfaldlega betra sem ekki er lífrænt vottað og svo er annað ekki fáanlegt lífrænt vottað sem við þurfum að nota. En mjólkin verður lífrænt vottuð og hana fáum við frá BioBú,“ segir Karl Viggó – en mjólkin þaðan er upprunnin frá tveimur kúabúum; Búlandi í Austur-Landeyjum og Neðra-Hálsi í Kjós. 
 
Ekkert plast er notað á Skúbb, en þess í stað eru rör og ílát úr umhverfisvænu efni, til að mynda papparör. Vöruúrvalið verður að einhverju leyti breytilegt þó oftast verði hægt að ganga að vinsælustu ístegundunum vísum og einnig eru smákökur og kaffidrykkir í boði.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...