Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lífræni dagurinn 2024
Á faglegum nótum 27. september 2024

Lífræni dagurinn 2024

Höfundur: Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, formaður VOR – félags um lífræna ræktun og framleiðslu.

Nú er lífræni dagurinn nýliðinn, en 21. september síðastliðinn var hann haldinn hátíðlegur í þriðja skipti á Íslandi.

Tilgangur hátíðarhaldanna er fyrst og fremst að vekja athygli á lífrænni ræktun og framleiðslu á Íslandi, færa lífræna framleiðendur nær neytendum og minna á mikilvægi lífrænnar hugsunar og hugsjónar. Í ár var einnig sérstaklega við hæfi að minna á stöðu lífræna geirans á Íslandi í samanburði við nágrannalönd okkar,
þar sem stjórnvöld hafa nýlega birt aðgerðaáætlun til eflingar lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Við erum því miður að mörgu leyti eftirbátar annarra landa þegar kemur að hlutfalli lífræns vottaðs landbúnaðarlands, fjölda framleiðenda og magni framleiðslu. Reynsla annarra landa hefur sýnt að stuðningur stjórnvalda í verki er mikilvægur þáttur til að hraða vexti greinarinnar og því áríðandi að birtingu áætlunarinnar verði fylgt eftir, markmið hennar fjármögnuð og framkvæmd.

Efling lífrænnar matvæla­framleiðslu er mikilvægur liður í því að tryggja framleiðslu hreinna matvæla í sátt við náttúru og neytendur og því í senn umhverfis­ og lýðheilsumál. Hringrásarhugsun er allsráðandi og einmitt þess vegna er ég þess fullviss að svarið við mörgum vandamálum nútímans er að finna í lífrænni hugsjón. Í lífrænni framtíð búa heilbrigð vistkerfi, frjósamur jarðvegur, lífbreytileiki, hreint vatn og andrúmsloft.

Fjölbreytni er fljót að koma upp í hugann þegar litið er yfir lífræna íslenska framleiðslu. Á lífræna deginum í ár var haldinn viðburður á veitingastaðnum Á Bístró í Elliðaárdal. Gestir gátu keypt sér veitingar úr lífrænum hráefnum, keypt vörur af lífrænum framleiðendum, hlýtt á fræðsluerindi og síðast en ekki síst átt samtal um lífræna ræktun og framleiðslu við hagsmunaaðila, áhugafólk og aðra hlutaðeigandi. Á staðnum var einnig uppstilling á afurðum sem sýndi ljóslifandi breidd lífrænt vottaðrar íslenskrar
framleiðslu, fjölbreytni hennar og hugvit og framtakssemi framleiðenda.

Þrjú lífræn býli voru með opið hjá sér þennan dag og þar gafst gestum færi á að kynna sér lífræna ræktun og framleiðslu frá fyrstu hendi og kaupa lífrænt vottaðar vörur á framleiðslustað. Þetta eru býlin Yrkja, sem staðsett er í Syðra­Holti í Svarfaðardal, Sólbakki garðyrkjustöð á Ósi í Hörgársveit og Móðir Jörð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Viðburðir í tilefni dagsins voru því vel dreifðir um landið.

Skipulagning lífræna dagsins er í höndum verkefnisstjóra hjá Lífrænu Íslandi, en verkefnið Lífrænt Ísland er liður í samstarfssamningi sem VOR, Bændasamtök Íslands og matvælaráðuneytið hafa gert með sér og hefur þann tilgang að auka lífræna framleiðslu á Íslandi. Á meðal aðgerða í áætlun stjórnvalda er einmitt að styðja við verkefnið Lífrænt Ísland, sjá til þess að því verði viðhaldið og að haldinn verði lífrænn dagur árlega.

Lífræni dagurinn er því í senn mikilvæg og skemmtileg hefð sem komin er til að vera.

Að lokum langar mig að þakka öllum sem tóku þátt í lífræna deginum 2024 með einum eða öðrum hætti og óska okkur öllum til hamingju, megi hann verða enn veglegri að ári.

Skylt efni: lífræni dagurinn

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f