Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ásmundur Lárusson, bóndi á Norðurgarði á Skeiðum, sáði út, ásamt fjölskyldu sinni, brokkolí og blómkáli í vor til að auka fjölbreytni í framleiðslu á bænum.
Ásmundur Lárusson, bóndi á Norðurgarði á Skeiðum, sáði út, ásamt fjölskyldu sinni, brokkolí og blómkáli í vor til að auka fjölbreytni í framleiðslu á bænum.
Fréttir 31. júlí 2020

Lífleg brokkolí- og blómkálsrækt á Skeiðunum

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir
Bændurnir á Norðurgarði á Skeið­um ákváðu að hefja tilrauna­ræktun með blómkál og brokkolí á vormánuðum og um þessar mundir byrja þau að uppskera brokkolí en blómkálið á aðeins lengra í land. Ef vel gengur hyggjast þau færa enn frekar út kvíarnar og prófa fleiri tegundir, eins og kínakál og hvítkál, á næsta ári. 
 
Hjónin Ásmundur Lárusson og Matthildur Elsa Vilhjálmsdóttir reka sextíu kúa mjólkurbú á Norðurgarði ásamt því að vera með uppeldisgrísi fyrir Laxárdal. Nú bætist einnig útiræktunin við sem er á um 15 hektara svæði. 
„Þar sem sonur okkar og jafnvel báðir synirnir eru að koma inn í reksturinn hugsuðum við leiðir til að hafa meiri fjölbreytileika og ákváðum að prófa þessa ræktun. Síðan finnst mér þetta í raun mjög skemmtilegt svo það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. Við sáðum þessu út í bakka í gróðurhúsi til að byrja með hérna heima um miðjan aprílmánuð áður en þessu var plantað út,“ útskýrir Ásmundur. 
 
Horfa til meiri fjölbreytni
Ef vel gengur setja hjónin stefnuna á að koma sér upp gróðurhúsi næsta vor fyrir enn frekari ræktun. Nú styttist í að þau geti farið að uppskera brokkolí en blómkálið á örlítið lengra í land.
„Þetta eru vörur sem vantar virkilega á markaðinn, það er úr íslenskri ræktun sem er fullmögulegt. En þetta er töluvert bras og mikil vinna í kringum þetta. Við erum að uppskera í kringum 3–400 gramma hausa og hefur varan um fimm vikna geymsluþol. Við ákváðum að fara í samstarf við Sölufélagið sem kemur hingað og sækir og sér um að pakka vörunni fyrir verslanir,“ segir Ásmundur og bætir við:
„Það var kalt í vor en það virðist ekki koma að sök, þessi ræktun hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Nú erum við strax farin að hugsa um fleiri möguleika, það er að hafa meiri fjölbreytni og horfum við til kínakáls og hvítkáls næsta vor. Við notum engin eiturefni við ræktunina, einungis áburð og síðan fer afskurðurinn í kýrnar svo það er hámarksnýting á afurðinni. En þetta útheimtir mannskap, bæði þegar sett er niður og við upptöku og það þarf að gera í góðu veðri svo það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga eins og við búskap almennt.
 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...