Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skýrslan leggur m.a. mat á stöðu ruslauppsöfnunar í Norðaustur-Atlantshafi.
Skýrslan leggur m.a. mat á stöðu ruslauppsöfnunar í Norðaustur-Atlantshafi.
Mynd / Tim Mossholder
Utan úr heimi 5. desember 2023

Líffræðilegum fjölbreytileika hrakar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þrátt fyrir aukna þekkingu og takmörkun á neikvæðum áhrifum mannlegra athafna á lífríki í Norðaustur-Atlantshafi hrakar líffræðilegum fjölbreytileika á hafsvæðinu.

Það er niðurstaða nýrrar skýrslu á vegum OSPAR samningsins um verndun Norðaustur- Atlantshafsins.

Viðnámsþol hafsins gegn loftslagsbreytingum hefur veikst og súrnun sjávar knýr fram miklar breytingar sem eru að stofna lífríki hafsins í hættu, að því er fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar sem unnin var með samningsaðilum, skrifstofu OSPAR og yfir 400 vísindamönnum og sérfræðingum.

Skýrslan er heildstætt mat á lífríki svæðisins og tekur meðal annars til losunar mengandi efna í hafið, ofauðgunar næringarefna, fiskveiða, rusls í hafi, hávaðamengunar og áhrifa loftslagsbreytinga.

Mat á búsvæðum botns og uppsjávar og vistfræðilegt mat á fæðuvefjum sjávarfugla, sjávarspendýra og fiska sýna öll hnignun á líffræðilegum fjölbreytileika þrátt fyrir framfarir við að greina og bregðast við þeim.

Þá eru breytingarnar að flýta fyrir útbreiðslu nýrra tegunda sem geta orðið ágengar og dregið enn úr fjölbreytileika lífríkis Norðaustur- Atlantshafsins

Einnig er það nefnt að mengunarvaldar á borð við lyfjaagnir og PFAS efni veki vaxandi ugg meðal höfunda en skýrsluna má nálgast á vef OSPAR.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...