Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Skýrslan leggur m.a. mat á stöðu ruslauppsöfnunar í Norðaustur-Atlantshafi.
Skýrslan leggur m.a. mat á stöðu ruslauppsöfnunar í Norðaustur-Atlantshafi.
Mynd / Tim Mossholder
Utan úr heimi 5. desember 2023

Líffræðilegum fjölbreytileika hrakar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Þrátt fyrir aukna þekkingu og takmörkun á neikvæðum áhrifum mannlegra athafna á lífríki í Norðaustur-Atlantshafi hrakar líffræðilegum fjölbreytileika á hafsvæðinu.

Það er niðurstaða nýrrar skýrslu á vegum OSPAR samningsins um verndun Norðaustur- Atlantshafsins.

Viðnámsþol hafsins gegn loftslagsbreytingum hefur veikst og súrnun sjávar knýr fram miklar breytingar sem eru að stofna lífríki hafsins í hættu, að því er fram kemur í niðurstöðum skýrslunnar sem unnin var með samningsaðilum, skrifstofu OSPAR og yfir 400 vísindamönnum og sérfræðingum.

Skýrslan er heildstætt mat á lífríki svæðisins og tekur meðal annars til losunar mengandi efna í hafið, ofauðgunar næringarefna, fiskveiða, rusls í hafi, hávaðamengunar og áhrifa loftslagsbreytinga.

Mat á búsvæðum botns og uppsjávar og vistfræðilegt mat á fæðuvefjum sjávarfugla, sjávarspendýra og fiska sýna öll hnignun á líffræðilegum fjölbreytileika þrátt fyrir framfarir við að greina og bregðast við þeim.

Þá eru breytingarnar að flýta fyrir útbreiðslu nýrra tegunda sem geta orðið ágengar og dregið enn úr fjölbreytileika lífríkis Norðaustur- Atlantshafsins

Einnig er það nefnt að mengunarvaldar á borð við lyfjaagnir og PFAS efni veki vaxandi ugg meðal höfunda en skýrsluna má nálgast á vef OSPAR.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...