Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Líf og list í Safnahúsi  Borgarfjarðar
Menning 29. nóvember 2023

Líf og list í Safnahúsi Borgarfjarðar

Höfundur: Þórunn Kjartansdóttir, forstöðumaður menningarmála í Borgarbyggð.

Það er sjaldan lognmolla í kringum starfið í Safnahúsi Borgarfjarðar og á síðustu misserum hefur aðsókn að húsinu aukist umtalsvert.

Undir hatti Safnahússins starfa fimm söfn, bókasafn, byggðarsafn, skjalasafn, náttúrugripasafn og listasafn. Þau geta því verið ólík erindin sem fólk á þegar það sækir Safnahúsið heim en öll tengjast þau þó menningu, því menning er svo margbrotin. Það er líka fjölbreytni í sýninga- og viðburðahaldi sem dregur fólk að. Í haust kláraðist sýning um búningasaum og íslenska búninginn, þar sem gaf að líta á annan tug kven- og karlbúninga eftir handverkskonuna Margréti Skúladóttur. Vatnslitafélag Íslands var með samsýningu í október þar sem sýnd voru verk eftir 45 félaga Vatnslitafélagsins. Nú stendur yfir sýning á verkum Stefáns Geirs Karlssonar, In Memoriam, en þar eru t.a.m. skúlptúrar sem unnir voru út frá Egilssögu.

Það er fleira en listin sem fær pláss í Safnahúsinu, en annan hvern föstudag eru myndgreiningarmorgnar þar sem sýndar eru ljósmyndir af skjalasafninu þar sem gestir eru beðnir að reyna að bera kennsl á staði og fólk á myndum og er þetta mikilvægur liður í skráningarstarfi safnsins. Viðburðir fyrir börn og fjölskyldur er stór hluti af viðburðahaldi hússins, spilakvöld, listsmiðjur, föndurdagar, sögustundir og fleira hefur verið á döfinni í haust og verður áframhald á því á nýju ári.

Í desember færum við Safnahúsið í jólabúning og tínum til jólatengda gripi úr safneigninni, auk þess þá hljóma jóla- og áramótakveðjur fyrri tíma úr héraðinu, svo það er sérlega hátíðleg stemning í húsinu. Á aðventunni er boðið upp á jólaföndur og lestrarstundir og tónlist. Sú nýjung verður þetta árið að bjóða upp á aðstoð við innpökkun á jólagjöfum á Þorláksmessu fyrir þá sem enn þá eiga eitthvað eftir og vilja nýta til þess endurunnin efni til innpökkunar, eins og afskráðar bækur af bókasafni.

Á nýju ári eru fyrirhugaðar sex styttri sýningar, þar sem bæði er leitað fanga í safnkostinum sjálfum en líka til utanaðkomandi lista- og fræðimanna. Má þar nefna Konur í myndlist, sýningu sem sett verður upp í febrúar og fjallar um, eins og nafnið gefur til kynna, konur í íslenskri myndlist. Þar verða t.a.m. verk eftir Gerði Helgadóttur, Nínu Tryggvadóttur og Ásgerði Búadóttur og margar fleiri. Myndlistarkonur verða ekki einu konurnar sem við ætlum að gefa gaum í Safnahúsinu á árinu 2024, við fáum til okkar sýningu um skessur í þjóðsögum og húsmæður 20. aldarinnar verða í brennidepli á nýrri sýningu þegar nær dregur sumrinu.

Síðustu tvö ár hafa allir viðburðir og sýningar í Safnahúsinu verið gjaldfrjálsir og verður það áfram á árinu 2024. Það eru því allir velkomnir í Safnahúsið og upplagt að kíkja þar við þegar fólk á leið um Borgarnes, við tökum vel á móti þér.

Skylt efni: söfnin í landinu

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...