Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík
Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og starf 25. maí 2020

Líf og fjör í Grobbholti við Húsavík

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Það hefur heldur betur verið líf og fjör í Grobbholti liðna daga, en þangað hafa leik- og grunnskólabörn af Húsavík ásamt öðrum góðum gestum komið og litið á litlu lömbin sem þar skoppa nú um að minnsta kosti bráðum grænar grundir. 
 
Grobbholt er skammt ofan Húsavíkur og þar stunda fjórir félagar úr bænum frístundabúskap af miklum móð. Fyrir hópnum fer Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, stéttarfélags. 
„Við erum með um 40 kindur í Grobbholti og búskapurinn hjá okkur gengur vel. Sauðburður hefur sömuleiðis gengið vel og þó nokkuð komið af lömbum,“ segir hann.
 
Aðalstein Árni Baldursson, frístundabóndi og fromaður verkalýðsfélagsins Framsýnar, er ólatur við að sýna börnunum kindurnar sínar. 
 
Leikskóla- og grunnskólabörn koma gjarnan við í fjárhúsunum og hafa gaman af að berja ungviðið augum. Sá háttur hefur verið hafður á um nokkurra ára skeið og hafa Aðalsteinn og félagar gert hvað þeir geta til að taka vel á móti börnunum. Þeir hafa bætt við sig dýrum, eru með dúfur, hænu og kanínu svo börnin hafa nóg við að vera í heimsókn sinni í Grobbholt – sem Aðalsteinn segir að sumir hverjir vilji kalla Stóra-Grobbholt og þykir réttnefni.
 
„Fólk hér um slóðir segir stundum að sumarið sé komið þegar búið er að líta við hjá okkur og heilsa upp á lömbin,“ segir Aðalsteinn. 
Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...