Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga!
Lesendarýni 23. september 2021

Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga!

Höfundur: Kolbrún Baldursdóttir og Tómas A. Tómasson.

Við hjá Flokki fólksins látum okkur varða um hag námsfólks í framhaldsskólum.

Það er í senn ósanngjarnt og ástæðulaust að skerða námslán eða skera þau niður ef námsmenn vinna með sínu námi. Það er ekki verið að gefa þeim peningana, þetta eru lán sem þeir endurgreiða að fullu á vöxtum. Svo það kostar ríkið ekkert að fella niður þessa reglu.

Brjótum múra – bætum kjörin!

Þessu viljum við breyta og til þess liggja nokkrar ástæður:

  1. Það er hvetjandi fyrir námsfólk að finna að samfélagið vill greiða götu þess við krefjandi aðstæður.
  2. Námslánin eru ekki hærri en svo að viðkomandi þarf að lifa meinlætalífi og spara hverja krónu sem er ósanngjarnt. Námsmenn eiga ekki að þurfa að hokra!
  3. Fólk, sem vinnur með námi, greiðir skatta og skyldur af tekjunum svo að ríkið græðir líka.
  4. Að mega ekki vinna frjálst með námi getur skapað biturð gagnvart ríkisvaldinu sem er óþarfi.
  5. Námsfólk hefur gott af því að fara út fyrir boxið og kynnast alls konar starfsumhverfi. Það er dýrmæt reynsla sem fylgir því út í lífið.
  6. Það bráðvantar gott starfsfólk í aukavinnu og hlutastörf t.d. á veitingahúsum, skemmtistöðum, hótelum og alls kyns þjónustufyrirtækjum sem eru með mismunandi álagstíma.
  7. Allir græða, námsfólk fær aukakrónur og atvinnurekandinn fær gott starfsfólk!

 

Fólkið fyrst – svo allt hitt!

 

Tómas A. Tómasson,
veitingamaður og oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kolbrún Baldursdóttir,
sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f