Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga!
Lesendarýni 23. september 2021

Leyfum námsfólki að afla aukatekna – án lánaskerðinga!

Höfundur: Kolbrún Baldursdóttir og Tómas A. Tómasson.

Við hjá Flokki fólksins látum okkur varða um hag námsfólks í framhaldsskólum.

Það er í senn ósanngjarnt og ástæðulaust að skerða námslán eða skera þau niður ef námsmenn vinna með sínu námi. Það er ekki verið að gefa þeim peningana, þetta eru lán sem þeir endurgreiða að fullu á vöxtum. Svo það kostar ríkið ekkert að fella niður þessa reglu.

Brjótum múra – bætum kjörin!

Þessu viljum við breyta og til þess liggja nokkrar ástæður:

  1. Það er hvetjandi fyrir námsfólk að finna að samfélagið vill greiða götu þess við krefjandi aðstæður.
  2. Námslánin eru ekki hærri en svo að viðkomandi þarf að lifa meinlætalífi og spara hverja krónu sem er ósanngjarnt. Námsmenn eiga ekki að þurfa að hokra!
  3. Fólk, sem vinnur með námi, greiðir skatta og skyldur af tekjunum svo að ríkið græðir líka.
  4. Að mega ekki vinna frjálst með námi getur skapað biturð gagnvart ríkisvaldinu sem er óþarfi.
  5. Námsfólk hefur gott af því að fara út fyrir boxið og kynnast alls konar starfsumhverfi. Það er dýrmæt reynsla sem fylgir því út í lífið.
  6. Það bráðvantar gott starfsfólk í aukavinnu og hlutastörf t.d. á veitingahúsum, skemmtistöðum, hótelum og alls kyns þjónustufyrirtækjum sem eru með mismunandi álagstíma.
  7. Allir græða, námsfólk fær aukakrónur og atvinnurekandinn fær gott starfsfólk!

 

Fólkið fyrst – svo allt hitt!

 

Tómas A. Tómasson,
veitingamaður og oddviti Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kolbrún Baldursdóttir,
sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...