Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA.
Gas- og jarðgerðarstöðin GAJA.
Mynd / Sorpa
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) hafi verið veitt leyfi til gas- og jarðgerðar úr matarafgöngum, sem falla til í heimiliseldhúsum og stóreldhúsum.

Stöðin hefur einnig leyfi til að vinna úr ósöluhæfum matvælum frá verslunum og heildsölum. Hráefni sem ætlað er fyrir stöðina skal vera sérflokkað á upprunastað og sett í söfnunarpoka áður en það fer í brúnar flokkunartunnur.

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög þar sem bann er lagt við urðun á niðurbrjótanlegum úrgangi, lífúrgangi. Leyfisveiting Matvælastofnunar kemur í kjölfar tíðinda af góðum árangri í sérsöfnun og flokkun á matarleifum á síðasta ári á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu Matvælastofnunar segir að GAJA muni nú gegna lykilhlutverki í endurnýtingu næringarefna í matarleifum og stuðla þannig að hringrás þeirra.

Minnir Matvælastofnun á að endurvinnslan á næringarefnunum hefjist í eldhúsunum og mikilvægt sé að hráefnin séu flokkuð samviskusamlega og þess gætt að óleyfileg efni fari ekki með matarleifum í söfnunarpokana.

Í umfjöllun Sorpu um árangurinn á síðasta ári kemur fram að mælingar í GAJA sýni að hreinleiki í matarleifum árið 2023 hafi verið 98 prósent, sem sé gríðarlega góður árangur og til marks um að íbúar standi vel að flokkun matarleifa.

Skylt efni: GAJA

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...