Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslenskt grisjunartimbur á leið til Grundartanga. Mynd / Pétur Halldórsson
Íslenskt grisjunartimbur á leið til Grundartanga. Mynd / Pétur Halldórsson
Á faglegum nótum 18. september 2017

Lerkiskógur – vöxtur og þroski

Höfundur: Brynjar Skúlason

Fyrstu eiginlegu bændaskógarnir voru gróðursettir kringum 1970 og umfangið jókst síðan verulega með tilkomu Héraðsskóga og Nytjaskógræktar á bújörðum eftir 1990.

Skógræktin hefur gengið vonum framar og gefið jafnvel meiri uppskeru og fyrr en búist var við í upphafi. Fyrir þá sem hyggja á skógrækt er hægt að glöggva sig á ræktunarferlinu með eftirfarandi dæmi um ræktun lerkis á annars uppskerulitlu landi.

Árið – Upphafið: Lerki er afburða trjátegund til að lifa og þroskast á þurru uppskerulitlu landi. Plönturnar eru oftast fljótar að hefja vöxt og skapa skjól fyrir gróður sem annars hefði ekki náð sér á strik.  Lerki er mest gróðursett í mela, sanda og þurrt mólendi. Kjörsvæði þess er inn til landsins, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Um 2500–3500 tré eru gróðursett á hvern hektara lands.

Ár 5-10 – Skógurinn verður sýnilegur

Eftir 5 ár frá gróðursetningu er lerki orðið sýnilegt í landinu. Trén mynda lítilsháttar skjól og gras og ýmis gróður tekur að vaxa í skjóli einstakra trjáa. Lerkisveppirnir, sem henta vel til matargerðar og hjálpa trjánum að þrífast í þurru landi, líta dagsins ljós. Uppbygging jarðvegs er hafin og rakaskilyrði batna. Tvítoppaklipping getur bætt mjög form trjánna og aukið verðmæti þeirra síðar.

Ár 15-20 – 1. Grisjun

Lerki er ljóselsk trjátegund og vegna innbyrðis samkeppni trjánna um ljós hefst sjálfgrisjun snemma. Á þessu tímabili er því mikilvægt að mannshöndin komi inn og velji hvaða tré verða framtíðarstofnar timburskógarins og gefa verðmætustu trjánum pláss til vaxtar. Strax á þessu stigi má nýta afurðirnar sem girðingastaura, viðarskífur og eldivið. Undirgróður eykst og beitarskilyrði í skóginum batna enn frekar. Hæfilegt er að fækka stofnum niður í um 1200-1600 tré á hektara.

Ár 30 til 50 – Grisjunartímabil

Markmið grisjunar er að færa vöxt skógarins yfir á beinvöxnustu trén en samhliða að nýta sem best þau tré sem felld eru við grisjunina. Eftir því sem skógurinn eldist hækkar hlutfall timburbola sem henta til flettingar í borðvið sem að jafnaði er verðmætasta afurð eldri skóga. Það sem ekki nýtist sem borðviður má t.d. nota til eldiviðar, í kurl eða sem kolefnisgjafa í kísilmálm-iðnaði. Við 50 ára aldur er eðlilegt að fjöldi standandi trjáa hafi verið grisjaður niður í um 500 tré á hektara.

Ár 50 til 70 – Lokahögg.

Umhirða skógarins á framleiðslutímanum miðast við að hámarka tekjur skógarins við lokahögg. Þá eru flest eftirstandandi tré beinvaxin og stór hluti timbursins nýtist til flettingar. Viður af lerki hefur góðan styrk og hentar sem byggingatimbur. Kjarnaviður lerkisins inniheldur náttúrulega fúavörn sem gefur viðnum betri endingu utandyra heldur en viður flestra annarra trjátegunda.
Hverju skilaði skógurinn
á 60 ára tímabili?

Bætt beit frá 15 ára aldri

Lerkisveppir á aldursskeiðinu 10 til 25 ára
400 girðingastaurar/ha við 20 ára aldur
170 m3/ha af timbri sem samsvarar um 4 timburbílum eins og á myndinni hér fyrir neðan. Þar af eru:
130 m3 viðar í t.d. kurl, eldivið og iðnaðarnot frá 30 ára aldri
40 m3 af borðvið, mest í lokahöggi

Skylt efni: Skógrækt | lerki

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...