Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Lely gangsetur Lely Vector-kerfi númer 500 á heimsvísu
Á faglegum nótum 10. apríl 2018

Lely gangsetur Lely Vector-kerfi númer 500 á heimsvísu

1. febrúar síðastliðinn var settur í gang Lely Vector-fóðurfærir nr. 500 á heimsvísu. Um er að ræða mjög mikilvægan áfanga hjá Lely, en fyrsta Vector-fóðurkerfið var sett upp árið 2012. 
 
Þessi tiltekna uppsetning á Lely-fóðurkerfi og svokölluðu Lely-eldhúsi er hjá Rosi Chris Holsteins í Québec í Kanada, en þar hefur Lely náð mikilli markaðshlutdeild í sölu fóðurkerfa. 
 
Lely Vector-fóðurfæririnn er núna í gangi í 20 löndum bæði á kúabúum sem og í nautgriparækt. Að sögn bænda sem hafa reynslu af Lely-tækjunum eins og Christine Hoyle var Lely Vector-fóðurkerfið rökrétt næsta skref í búrekstrinum: 
 
 „Við höfum verið að mjólka með sjálfvirkum Lely mjaltaþjóni frá árinu 2010. Við byrjuðum með A2 Lely-mjaltaþjón og endurnýjuðum síðan yfir í A4 mjaltaþjón. Okkur langaði síðan að bæta við Lely Vector-fóðurfærinum til að ná betri stjórn á fóðurgjöfinni og sjá til þess að kýrnar hefðu aðgang að fersku fóðri allan sólarhringinn,“ segir Hoyle.
 
Sjálfvirk fóðurkerfi eru að ná mikilli útbreiðslu
 
Jelmer Ham, framleiðslustjóri fóðurkerfa hjá Lely International er með góðar skýringa á því af hverju bændur velja Lely Vector. 
 
„Þetta er byltingarkennt tækni sem hefur einstaklega jákvæð áhrif á heilbrigði gripanna og hámarkar fóðurinntöku og þar með afurðir, fyrir utan að Lely Vector-fóðurkerfið spara mikla olíu- og tækjanotkun og þar með bæði orku og vinnuafl. Með því að gefa gripunum fóður oftar og nákvæmar, nýtast næringarefnin í fóðrinu mun betur. 
 
Hugbúnaðurinn sem að vinnur síðan með Lely-mjaltaþjóninum getur stýrt fóðurgjöfinni til að hámarka afkomu búsins í stað þess að stýra fóðurgjöf eingöngu á mjólkurmagni. Bændur bæði í mjólkurframleiðslu og nautgriparækt geta þannig hámarkað framleiðsluna hjá sér með betri nýtingu fóðurs og betri stýringu fóðurgjafar,“ segir Jelmer Ham, framleiðslustjóri hjá Lely International. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f