Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kúabændurnir í Birtingaholti 4 en það eru þau Sigurður Ágústsson og Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir, ásamt Heimi, syni þeirra, og konu hans, Dagnýju Lilju Birgisdóttur, og strákunum þeirra, þeim Emil (sá eldri) og Matthíasi Ara.
Kúabændurnir í Birtingaholti 4 en það eru þau Sigurður Ágústsson og Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir, ásamt Heimi, syni þeirra, og konu hans, Dagnýju Lilju Birgisdóttur, og strákunum þeirra, þeim Emil (sá eldri) og Matthíasi Ara.
Mynd / MHH
Líf og starf 3. október 2023

Lely 75 ára – opin fjós í Birtingaholti og Spóastöðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjöldi fólks mætti í opin fjós á kúabúinu í Birtingaholti í Hrunamannahreppi og kúabúinu á Spóastöðum í Bláskógabyggð sunnudaginn 17. september.

Ástæðanvar75áraafmælihollenskafyrirtækisinsLely,semermeð starfsemi á Íslandi, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu á hátæknitækjum til landbúnaðarstarfa. Í báðum fjósunum eru mjaltaþjónar og önnur tæki frá Lely. „Við höfum verið með tvo nýja mjaltaþjóna frá fyrirtækinu í eitt ár og líkað vel, auk annarra tækja eins og kálfafóstrunnar,“ segir Fjóla Ingveldur, kúabóndi í Birtingaholti. Þar eru um 130 kýr í fjósinu og mjólkurkvótinn er um 830 þúsund lítrar.

Lely hefur selt um 200 mjaltaþjóna á Íslandi frá 1999 og er salan alltaf að aukast. „Það vantar meiri mjólk á Íslandi en það eru ferðamennirnir sem gera það að verkum. Það er því um að gera fyrir bændur að standa sig og framleiða mjólk með hjálp tækninnar. Mjaltaþjónarnir vinna jú allan sólarhringinn fyrir bóndann og standa sig vel í því hlutverki,“ segir Jóhannes Kjartansson, sölumaður hjá Lely í Reykjavík, en fyrirtækið er líka með starfsemi á Akureyri.

5 myndir:

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...