Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Í athugun er að flytja fjallagrös út á erlenda markaði.
Í athugun er að flytja fjallagrös út á erlenda markaði.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 1. október 2025

Leitar eftir samstarfi við bændur og landeigendur

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Fyrirtækið Hafrún hefur frá árinu 2013 unnið fjallagrös og selt meðal annars til íslenskra vín- og fæðubótarframleiðenda. Fyrirtækið hyggur nú á útrás í sölu hvannarlaufa og leitar samstarfs við bændur og landeigendur um aðgengi að nytjalöndum þeirra.

Horft út fyrir landsteina í markaðssetningu

Kári Kárason rekur Hafrúnu, sem hann segist hafa tekið við af föður sínum árið 2004 en þá var það sjávarútvegsfyrirtæki. Hann segir að undanfarin þrjú ár hafi orðið sú breyting á starfseminni að meira sé horft úr fyrir landsteinana með markaðssetningu á íslensku jurtunum. „Í sumar hef ég verið á ferð um norður landið til að kanna og reyna að leggja mat á hve mikið sé hægt að tína.

Þá verður þetta um tilraun að ræða til útflutnings á íslenskum náttúrujurtum.  Ég hef nú þegar flutt út nokkur hundruð kíló af hvannarlaufum og langar að athuga með samstarf við bændur og landeigendur um möguleika þess að selja fjallagrös á erlenda markaði.

Möluð fjallagrös

„Í dag er ég að selja þurrkuð hvannarlauf á kínamarkað en langar að athuga með útflutning á möluðum fjallagrösum. Á sama tíma erum við opnir fyrir öðrum möguleikum. ég tel að vinna þarf verkefnið hægt en örugglega, finna kaupendur fyrst og síðan finna samstarfsaðila til að týna jurtirnar, sem og að koma upp góðri aðstöðu fyrir mölun og pökkun,“ heldur Kári áfram.

Hafrún fékk styrk úr matvælasjóði til að kanna og kynna grasatínslu sem atvinnugrein, kanna heilnæmi varanna, meðal annars magn gerla og fleira.

Hvannarlauf á Kínamarkað

„Í dag er verkefnið einskorðað við hvönn og fjallagrös en í leiðinni leitað leiða til að útvíkka þetta verkefni og kann með möguleika á örðum jurtum og þá erum við að tala um þurrkaðar vörur og muldar.

Hvannarlaufin hafa verið að fara á kínamarkað en vitað er um áhuga á fjallagrösum í Evrópu, til dæmis til ópalgerðar,“ segir Kári.   

Beðið er með frekara markaðsstarf þar til búið er að kanna betur grundvöllinn fyrir öflun á jurtunum. Samstarfið við bændur og landeigendur verður í raun um aðgengi að löndum, að sögn Kára, en vonandi líka um tínslu og hráefnisöflun.

Stefnt er að halda kynningarfundi í haust á Norðurlandi en áhugasamir geta haft samband við Kára í gegnum netfangið hafrunehf@gmail.com.

Skylt efni: News | útflutningur | grös

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...