Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Leggur til 13% lækkun aflamarks þorsks
Fréttir 28. júní 2021

Leggur til 13% lækkun aflamarks þorsks

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hafrannsóknastofnun hefur kynnt úttekt á ástandi nytja­stofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Legg­ur stofnunin til 13% lækk­un aflamarks þorsks fisk­veiðiárið 2021/2022. Því lækkar ráðl­agður heildar­afli þorsks úr 256.593 tonnum á yfirstandandi fisk­veiðiári í 222.737 tonn.

Á grundvelli varúðarsjónarmiða og langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir tæplega 30 nytjastofna.

Ástæður lækkunar á aflamarki þorsks

Í kynningu Hafró segir að tvær meginástæður séu fyrir því að ráðlagt sé að minnka veiðar á þorski.

Árgangar 2013 og 2016 eru litlir og hafa þeir umtalsverð áhrif til lækkunar á stærð viðmiðunarstofnsins. Megin uppistaða í þyngd stofnsins er 4 til 9 ára þorskur og nú eru tveir af þeim sex árgöngum slakir.

Samkvæmt Hafró sýnir stofnmatið á þorski í ár að stofnstærðin hefur verið ofmetin á undanförnum árum. Viðmiðunarstofn árið 2020 var þannig ofmetinn um 19% miðað við núverandi mat.

Mæligildi eldri fisks, bæði í aldursgreindum afla og í stofnmælingum, hafa síðustu ár verið hærri en áður hafa sést. Vægi yngri fisks, sem er enn ekki kominn að fullu í veiðina, var einnig minnkað miðað við það sem áður var. Þessar breytingar leiða til þess að stofnmatið fylgir nú betur breytingum í stofnmælingum en áður var.

Þorskstofninn er enn mjög sterkur. Ef frá eru talin undanfarin 5 ár eða svo hefur stofninn ekki verið stærri í 40 ár. Sókn er enn nærri sögulegu lágmarki.

Gert er ráð fyrir að viðmið­unarstofn þorsks verði svipaður að stærð þangað til árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn í viðmið­unarstofninn eftir 2 til 3 ár, en horfur eru á að þeir séu um og yfir meðallagi.

Aflamark ýsu lækkað

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 50.429 tonn, sem er 11% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni halda áfram að vaxa næstu tvö árin. Árgangar frá 2015 til 2017 eru metnir nálægt meðaltali, árgangur 2018 lítill og niðurstöður stofnmælinga benda til að árgangar 2019 og 2020 verði yfir meðallagi.

Ufsi lækkaður um 1% og grálúða um 13%

Litlar breytingar eru á ráðgjöf ufsa samkvæmt aflareglu stjórnvalda. Aflamark samkvæmt aflareglu fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 er 77.561 tonn, eða um 1% lægra en síðastliðið fiskveiðiár.

Ráðgjöf fyrir grálúðu hækkar um 13% frá fyrra ári og er 26.650 tonn

Hrygningarstofn gullkarfa hefur minnkað. Nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og af þeim sökum hefur hrygningarstofn minnkað á undanförnum árum og fyrirséð að sú þróun muni halda áfram á næstu árum. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 2021/2022 því 31.855 tonn, 17% lægri en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Leggja til auknar veiðar á sumargotsíld

Viðsnúningur virðist nú vera í þróun stofnstærðar íslensku sumar­gotssíldarinnar sem minnkaði ört frá árinu 2008 vegna slakrar nýliðunar og þrálátrar frumdýrasýkingar í stofninum. Árgang­ur 2017 er metinn stór og kemur inn í við­miðunarstofninn í ár. Ráðgjöf samkvæmt aflareglu stjórn­valda hækkar því úr 35.490 tonnum fyrir fiskveiðiárið 2020/2021 í 72.239 tonn fyrir 2021/2022, eða um 104%. 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...