Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um 100 þúsund gestir koma í Vök á hverju ári, þar af um 60% erlendir gestir. Baðlónið er staðsett við Urriðavatn sem er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.
Um 100 þúsund gestir koma í Vök á hverju ári, þar af um 60% erlendir gestir. Baðlónið er staðsett við Urriðavatn sem er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Egilsstöðum.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 16. janúar 2024

Leggur línurnar fyrir ferðamannasumarið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristín Dröfn Halldórsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá baðlaugunum VÖK Baths.

Kristín Dröfn Halldórsdóttir.

Kristín Dröfn er fædd og uppalin á Austurlandi og hefur mikla reynslu af ferðaþjónustu. Hún starfaði til dæmis um langt skeið hjá Icelandair Hotels við fjölbreytt störf. Síðustu tvö ár hefur Kristín starfað hjá LS Retail, sem hluti af alþjóðlegu söluteymi í Evrópu með hugbúnaðarlausnir fyrir hótel, heilsulindir og veitingastaði.

„Ég er mjög spennt fyrir starfinu og ánægjulegt að komast aftur í tengsl við ferðaþjónustusamfélagið þar sem mínar rætur liggja. Vera í samskiptum við ferðamenn, bæði innlenda og erlenda, sem og heimafólkið okkar. Þetta er lifandi starfsvettvangur og mörg áhugaverð viðfangsefni fram undan. Fyrstu verkefnin eru að kynnast samstarfsfólki mínu og setja mig inn í daglegan rekstur. Auk þess erum við að leggja línurnar fyrir komandi ferðamannasumar,“ segir Kristín en hún tók við starfinu af Aðalheiði Ósk Guðmundsdóttur.

Vök Baths var opnað í júlí 2019 rétt hjá Egilsstöðum og telur gestafjöldinn um 100 þúsund árlega, þar af eru erlendir gestir um 60%. Um 30 manns vinna við böðin þegar mest er yfir háannatíma. Vök Baths hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2022 og steinsteypuverðlaun Steinsteypufélagsins árið 2023 svo eitthvað sé nefnt.

En hvernig leggst sumarið 2024 í Kristínu Dröfn?

„Veðurblíðan á Héraði ætti að vera landsmönnum kunn og gangi væntingar okkar eftir um sólríkt sumar getum við átt von á töluverðum fjölda Íslendinga og miðað við spár um komu ferðamanna til landsins getum við ekki verið annað en bjartsýn.“

Skylt efni: VÖK baths

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...