Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Leðurblökur á Íslandi
Fréttir 26. október 2015

Leðurblökur á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Af og til berast leðurblökur hingað til lands, samanber nýlegt tilvik þar sem leðurblökur fundust í flutningaskipi sem kom til Siglufjarðar.

Matvælastofnun vill vekja athygli á að leðurblökur geta borið ýmsa hættulega sjúkdóma, bæði í menn og skepnur, og því er ástæða til að fara varlega þegar þær eru handsamaðar.

Stofnunin vill jafnframt benda á að þegar aflífa þarf leðurblökur, skal það gert með skjótum og sársaukalausum hætti eins og önnur dýr. Tilkynna skal um leðurblökur til viðkomandi héraðsdýralæknis Matvælastofnunar eða Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Vitneskja er um 38 leðurblökur sem fundist hafa hér á landi fram til ársins 2012. Leðurblökur eru þekktir berar af mörgum hættulegustu veirum sem þekkjast s.s. hundaæði, Ebólu, Hendra, Nipha og SARS en þessir sjúkdómar hafa ekki greinst hér á landi.

Margar tegundir leðurblaknanna geta borið þessar veirur hvort sem þær nærast á blóði, skordýrum eða ávöxtum. Hvað þekktast er að leðurblökur beri veiruna sem veldur hundaæði. Hundaæði veldur alvarlegum sársaukafullum einkennum og endar með dauða, nema ef viðkomandi einstaklingur fær mótefni nægilega snemma eftir smit. Það skal þó tekið fram að sú gerð hundaæðiveirunnar sem algengast er að finna í leðurblökum, er ekki mjög smitandi fyrir fólk og dýr. Það er þó alls ekki óþekkt að fólk smitist af leðurblökum og því er fólk varað við að snerta leðurblökur án varúðarráðstafana.

Þótt ekki sé nema örlítill hluti leðurblakna með hættuleg smitefni í sér er ástæða til að hafa varann á, sér í lagi ef leðurblökurnar haga sér einkennilega, s.s. ef þær liggja á jörðinni, geta ekki flogið eða fljúga á veggi og álíka. Flestar leðurblökur munu reyna að bíta til að verja sig þegar reynt er að handsama þær. Best er að kalla til meindýraeyði, dýralækni eða einhvern annan sem líklegur er til að kunna til verka.

Skylt efni: Leðurblökur | Mast

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...