Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Laxalús og mótvægisaðgerðir
Lesendarýni 3. júlí 2025

Laxalús og mótvægisaðgerðir

Höfundur: Valdimar Ingi Gunnarsson, sjávarútvegsfræðingur og sérfræðingur í fiskeldi.

Það hefur verið mikið um laxalús á eldisfiski í sjókvíum á síðustu árum en það var þó jákvæð þróun á árinu 2024. Þrátt fyrir það er enn þá töluvert meira af laxalús á eldisfiski á Íslandi en t.d. í Noregi. Í þessari grein verður fjallað um umhverfisvænar mótvægisaðgerðir en í þeirri næstu um aflúsun með laxalúsalyfjum.

Kröfur um mótvægisaðgerðir

Í reglugerð nr. 540/2020 um fiskeldi er ákvæði um að sjókvíaeldisstöðvar skuli starfa eftir viðbragðsáætlun vegna viðkomu sníkjudýra í sjókvíaeldi. Viðbragðsáætlunin skal fela í sér fyrirbyggjandi eða annars konar aðgerðir sem stuðla að heilbrigði og velferð lagardýra ásamt því að hindra útbreiðslu og útrýma smitsjúkdómum í lagardýrum og minnka smitálag á umhverfi. Það er ekki vitað hvort og þá hvaða mótvægisaðgerðir hafa verið viðhafðar hjá einstökum sjókvíaeldisstöðvum en um það eru engar opinberar upplýsingar svo vitað sé. Í tilfelli laxalúsafársins hjá Arctic Sea Farm og Arnarlax í Tálknafirði á árinu 2023 kom fram að engar mótvægisaðgerðir höfðu verið viðhafðar áður en til notkunar laxalúsalyfja kom.

Mótvægisaðgerðir

Í rekstrarleyfum er kveðið á um að rekstraraðili vinni með öðrum leyfishöfum sameiginlega að sjúkdómavörnum, viðbrögðum við sjúkdómum og vöktun laxalúsa. Skoðum nú hvaða mótvægiaðgerðir einstaka rekstrarleyfishafar geta viðhaft:

  • Fyrirbyggja að laxalús berist á eldisfisk.
  • Fækka laxalús á eldisfiski.
  • Meðhöndla eldisfisk við laxalús.

Þegar allar varnir bresta þá þarf að slátra eldisfiskinum eins og t.d. þurfti að gera í laxalúsafárinu í Tálknafirði á árinu 2023. Virkni mótvægisaðgerða er mismunandi, og einnig eru áhrif á velferð fisksins og umhverfisáhrif breytileg (tafla 1).

Fyrirbyggja að laxalús berist á eldisfisk

Laxalúsalirfur halda sig að mestu í efstu metrum sjávar nema í tilfellum þar sem sjórinn er lagskiptur en þá eru þær aðallega neðan lagskipta þar sem seltuinnihald sjávar er hærra. Viðfangsefnið er að halda eldisfiskinum frá svæðum þar sem mest er af laxalúsalirfum og þannig lágmarka þann fjölda laxalúsalirfa sem ná að festa sig á fiskinum. Það er helst gert með því að hindra að laxalúsalirfurnar geti rekið inn í sjókvína s.s. með lúsapilsi og/eða tæla eldisfiskinn á svæði í kvínni þar sem minnst er um laxalús með fóðri og ljósum. Lúsapils eru með fínriðuðum möskvum og ná oft niður á 10 metra dýpi og þegar vel tekst til hindra að mestu að laxalúsalirfur nái að komast inn í sjókvína og smita eldisfisk.

Fækka laxalús á eldisfiski

Eftir að laxalúsin hefur fest sig á eldisfisk eru ýmsar aðferðir til að fjarlægja hana af fiskum. Þær helstu sem koma til álita eru notkun á hreinsifiski (hrognkelsum), Stingrey og fóður sem eykur mótstöðu eldisfisksins. Hrognkelsi éta lúsina af eldisfiskinum. Í Stingrey er neðansjávarmyndavél sem staðsetur lúsina á fisknum og leysigeisli drepur hana. Fleiri aðferðir eru í þróun, s.s. hljóðlúsameðferð (AcuLice) sem notar lágtíðnihljóð til að fjarlægja laxalús af eldisfiski. Allt eru þetta aðferðir sem hafa takmörkuð eða engin neikvæð áhrif á velferð eldisfisksins og jafnframt engin neikvæð umhverfisáhrif.

Meðhöndla eldisfisk við laxalús

Aflúsun felur oftast í sér að eldisfiski er dælt úr sjókví í brunnbát þar sem hann er meðhöndlaður, með volgu vatni, laxalús þrýst af, ferskvatnsböðun eða lyfjameðhöndlun. Meðhöndlun á eldisfiski hefur áhrif á velferð fisksins og getur jafnvel valdið töluverðum afföllum og neikvæðum umhverfisáhrifum. Þær aðferðir sem eru notaðar til að meðhöndla eldisfisk skila mismunandi árangri með tilliti til virkni aflúsunar og einnig eru þær mismunandi að hve miklu leyti þær hafa neikvæð áhrif á fiskinn.

Kostnaður

Að sleppa öllum mótvægisaðgerðum eða halda í algjöru lágmarki getur stuðlað að miklum fjárhagslegum ávinningi. Innleiðingu mótvægisaðgerða fylgir kostnaður, meðhöndlun á eldisfiski við laxalús veldur afföllum, útlitsskaða, gæðarýrnun og lækkun á verði fisksins á markaði. Áður en eldisfiskur er meðhöndlaður þarf að svelta fiskinn en við það tapast vöxtur og eldið tekur lengri tíma. Kostnaður getur því verið umtalsverður og skapast fjárhagslegur ávinningur að láta aðra rekstraraðila sjá um að framkvæma mótvægisaðgerðir og halda niðri laxalúsaálaginu. Þetta er ástæða þess að stjórnvöld þurfa að setja reglurnar sem allir rekstraraðilar sjókvíaeldisstöðva fylgja og jafnframt þarf að vera virkt opinbert eftirlit til að tryggja að allir vinni í takt.

Að lokum

Mótvægisaðgerðir verða almennt ekki innleiddar að neinu marki fyrr en krafa verður gerð um það af stjórnvöldum. Það er helst gert með því að setja miklar kröfur um hámarksfjölda laxalúsa á eldisfiski og hefur verið lagt til að miða við 0,2 kynþroska kvenlýs á eldisfiski að hámarki. Jafnframt þarf opinbert eftirlit með talningum á laxalús á eldisfiski hjá einstökum rekstrarleyfishöfum til að tryggja samræmingu og áreiðanleika talninga. Það er síðan einstakra rekstrarleyfishafa að velja mótvægisaðgerðir sem þeir telja að henti best við þeirra aðstæður. 

Skylt efni: laxalús

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...