Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkraínu hafa valdið óstöðugleika og óvissu um framtíðina á alþjóðlegum mörkuðum, fyrir bændur en einnig fyrir neytendur.

Alþjóðasamtök bænda (WFO) hafa vegna þessa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau benda á að lausnin við þessu ástandi sé meiri landbúnaður því bændur séu kjarninn í sjálfbærum matvælakerfum.

Að mati alþjóðasamtakanna ætti leiðin fram á við að varðast af fjölbreytileika landbúnaðar og matvælakerfa sem eru gagnsæ og full nýsköpunar. Samtökin mótmæla því að oft og tíðum er það á fárra höndum, oft og tíðum aðila sem eru ótengdir landbúnaðar- og dreifbýlisheiminum að segja til um reglurnar og gefa til kynna hvaða stefnu skuli fara. Matur sé svo margt, landsvæði, náttúra, menning, heilsa, fjölbreytileiki og það sé ástríðu og umhyggju bænda fyrir umhverfinu að þakka.

Áhersla samtakanna er að slá á þau neikvæðu áhrif sem sérstaklega búfjárgeirinn hefur fengið á sig undanfarin ár þar sem hann er ranglega stimplaður að mati samtakanna, í umræðunni um að skipta út dýrapróteinum fyrir matvæli sem ræktuð eru á rannsóknarstofum. Að mati samtakanna er sú tegund ræktunar ógn við umhverfis- og matvælafullveldi ásamt lýðræði landa. Náttúra og ræktun dýra hefur nú þegar leyst mörg af þeim málum sem tilbúin matvæli þykjast leysa hvað varðar sjálfbærni, þar á meðal orku, hreinlæti, æxlun frumna og vaxtarþætti. Bændur og ræktendur um allan heim taka þátt í að bæta sjálfbærni framleiðslunnar, til hagsbóta fyrir umhverfið og til að svara kröfum samfélagsins. Tilraunaræktuð matvæli leysi ekki vandamálið við að auka sjálfbærni matvælaframleiðslu vegna mikillar orkuþarfar sem þarf í rannsóknarferlinu. Á þessum forsendum segir WFO nei við öllum tilraunum til að skipta út matvælum fyrir þau sem gerð eru á tilraunastofum í stað hjá bændum sem rækta landið. Eða eins og Theo De Jager, forseti WFO, orðaði það í yfirlýsingu frá samtökunum: „Bændur þurfa frið, en þar að auki þarf friður á bændum að halda.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...