Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lanz Bulldog  – gæða traktor
Á faglegum nótum 4. ágúst 2016

Lanz Bulldog – gæða traktor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Lanz Bulldog dráttarvélar voru framleiddar af þýska fyrirtækinu Heinrich Lanz AG í Mannheim í Baden-Württemberg Þýskalandi. Framleiðsla Lanz hófst 1921 en var hætt 1960.

Kosturinn við Lansinn, eins og vélarnar voru kallaðar hér á landi, var að þær voru einfaldar að gerð og auðvelt var að gera við þær ef eitthvað bilaði. Fyrstu vélarnar voru 6,3 lítra, eins strokka og tólf hestöfl. Seinna var boðið upp á öflugri 10,3 lítra, og 55 hestafla vélar. Einnig þótt kostur að mótorinn gekk fyrir margs konar olíu og meira að segja notaðri smurolíu.

Eftirlíkingar
Þrátt fyrir að Lansinn hafi verið líkur öðrum dráttarvélum, SF Vierzon í Frakklandi, Landini á Ítalíu og HSCS í Ungverjalandi, sem framleiddar voru í Evrópu á svipuðum tíma, þótti hann betri.

Ekki leið á löngu þar til farið var að framleiða eftirlíkingar af Lansinum undir ýmsum nöfnum. Í sumum tilfellum voru eftirlíkingarnar framleiddar með leyfi Heinrich Lanz AG en ekki í öðrum.

Frakkar settu á markað dráttarvél sem kallaðist Le Percheron árið 1939 með leyfi Lanz. Sá traktor var 25 hestöfl og til ársins 1956 voru framleidd 3.700 slíkir. Á árunum 1948 til 1952 voru framleiddir í Austurríki 860 traktorar sem kölluðust KL Bulldog og voru Lanz „look alike“.

Ursus verksmiðjurnar í Póllandi framleiddu 45 eintök af sinni gerð af Lanz árið 1947 sem kallaðist C-45. Tíu árum seinna setti Ursus svo á markað C451 og alls voru 55 þúsund slíkir framleiddir til 1965.

Argentínska útgáfan af Lansinum kallaðist El Pampa og voru 3.760 slíkir settir á markað í Suður-Ameríku frá 1951 til 1960.

John Deere tekur Lanz yfir
Landbúnaðartækjaframleiðandinn John Deere keypti framleiðsluréttinn af Lanz árið 1956 og hét dótturfyrirtækið þess sem tók við framleiðslu Lanz dráttarvéla John Deere-Lanz.

Hluti framleiðslu John Deere-Lanz var á Spáni undir heitinu Lans Iberica og frá 1956 til 1963 runnu 17.100 slíkir af færiböndum þar í landi.

Lanz Bulldog er með allra vinsælustu dráttarvélunum sem hannaðar og framleiddar hafa verið í Þýskalandi. Alls munu hafa verið framleiddar 220 þúsund dráttarvélar undir heitinu Lanz og í Þýskalandi er heitið Lanz víða notað sem samheiti yfir dráttarvélar.

Lanz-ins gang
Á heimasíðu Landbúnaðarsafns Íslands segir að upp úr miðbiki síðustu aldar hafi komið til landsins afar merkileg dráttarvél, þýskrar gerðar. Hún hét Lanz Alldog. Vélin var merkileg sakir framúrstefnulegrar hönnunar. Dráttarvélin var byggð á öfluga grind, þar á sat ökumaðurinn, aftast, og hafði mótorinn sér á vinstri hönd. Verkfærin voru síðan hengd á grindina sem einnig gat borið mikinn kassa er sturta mátti úr fram fyrir vélina.

Talsvert er enn til af þessum vélum hér á landi og margar þeirra gangfærar. Búvélasafnið hýsir eina fyrir Byggðasafnið í Görðum. Sú er úr búi Sveinbjarnar Beinteinssonar allsherjargoða frá Draghálsi. Hún er gangfær en nokkuð lúin.

Skylt efni: Gamli traktorinn | Lanz

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...