Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara!
Mynd / gunnlod jona
Menning 1. febrúar 2023

Landssamband eldri borgara kynnir til leiks öldungalandslið leikara!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leiksýningin Marat/Sade, sem frumsýnd var föstudagskvöldið 20. janúar í Borgarleikhúsinu, markaði tímamót, enda stigu á svið margir af elstu og ástsælustu leikurum þjóðarinnar í einni og sömu sýningunni. Þau yngstu um sjötugt og þau elstu komin fast að níræðu!

Sýningin, sem heitir öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat, sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa ... er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu!

Margrét Guðmundsdóttir (89 ára) leikur Charlotte Corday, sem er hvað þekktust fyrir að hafa ráðið Jean Paul Marat af dögum í frönsku byltingunni. Margrét lék sama hlutverk í uppfærslu Þjóðleikhússins árið 1967, eða fyrir tæpum 56 árum síðan. Hún hefur sannarlega engu gleymt!

Næsta sýning er 5. febrúar kl. 20 – en miða er hægt að nálgast á vefsíðu Borgarleikhússins. Þarna er um einstakt tækifæri að ræða, upplifun og sjónarspil sem gleður okkur ekki á hverjum degi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...