Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Pétur Úlfar, Mikael Bjarki og Birkir, landsmótsmeistarar 2025.
Pétur Úlfar, Mikael Bjarki og Birkir, landsmótsmeistarar 2025.
Líf og starf 10. júní 2025

Landsmótið 2025 og Bændablaðsleikurinn

Höfundur: Gauti Páll Jónsson, gauti.pj@hotmail.com

Landsmótið í skólaskák fór fram helgina 3.–4. maí. Mótið á um 50 ára sögu og er einn af föstu liðunum í íslensku skáklífi. Mótið fer þannig fram að þau grunnskólabörn sem standa sig best á ákveðnum landsvæðum (áður kjördæmum) vinna sér inn rétt til að keppa á móti þar sem fulltrúar hvers landshluta keppa saman. Greinarhöfundur getur staðfest að þetta eru eftirminnilegustu og skemmtilegustu mót sem maður tók þátt í og samt tel ég með mót erlendis. Nú eru tíu ár liðin frá því ég tók sjálfur þátt síðast og á þeim tímamótum bauðst mér að vera landsmótsstjórinn 2025. Með mér í mótshaldinu voru þeir Halldór Pálmi Bjarkason og Björn Ívar Karlsson, en Gunnar Björnsson stóð líka vaktina á hliðarlínunni. Mótið fór fram við frábærar aðstæður í Grunnskólanum á Ísafirði. Veðrið lék við hópinn á Ísafirði og þá var ekkert betra en að draga fyrir gluggatjöldin og tefla innanhúss. En eftir skákir var farið beint í fótbolta að sjálfsögðu. Bæjarstæði Ísafjarðar er hreint út sagt magnað og furðulegt að fólk komi nokkru í verk í þessari náttúruparadís.

Mótinu var skipt í þrjá aldursflokka, 1.–4. bekk, 5.–7. bekk og 8.–10. bekk. Leikar fóru þannig: Pétur Úlfar Ernisson, Langholtsskóla, vann yngsta flokkinn, Birkir Hallmundarson, Lindaskóla, vann miðjuflokkinn, og Mikael Bjarki Heiðarsson, Vatnsendaskóla, vann elsta flokkinn. Þeir Pétur Úlfar og Mikael Bjarki unnu báðir yfirburðasigra, með 11 vinninga af 11 mögulegum. Birkir Hallmundarson vann sinn flokk með 10 vinningum. Áður en ég birti einu tapskák Birkis í mótinu, vil ég taka sérstaklega fram að þessi 12 ára meistari vann mig um daginn á Reykjavíkurskákmótinu. Ég vona núna að hann fyrirgefi mér þetta val á sýniskákum.

Heimamaðurinn Karma Halldórsson var sá eini í miðjuflokknum sem náði að vinna sigurvegarann í flokknum. Vinningurinn var ansi skemmtilegur, og ýmis þemu komu saman og niðurstaðan var mát. Það má kannski segja að hér sé alvöru Bændablaðsleikur á ferð!

Hér lék svartur 1. … Dd4+ og eftir 2. Kh1 kom sleggja. 2. … Rf2+!! Framhaldið varð 3. Kg1 Hxe1 4. Hxe1 Rh3+ 5. Kh1 Dg1+ 6. Hxg1 Rf2 mát.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...