Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Landsmót sett
Mynd / HKr.
Fréttir 4. júlí 2014

Landsmót sett

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Setningarathöfn Landsmóts hestamanna fór fram í gærkvöldi á Gaddstaðaflötum að viðstöddum um 5.000 gestum. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra setti mótið. Veður hefur verið ansi rysjótt á mótinu en við setninguna í gær var það með skaplegasta móti. Um 300 fulltrúar hestamannafélaganna í landinu tóku þátt í hópreið við setninguna.

Þrátt fyrir leiðindaveður hefur góður árangur náðst á mótinu. Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddsstöðum settu þannig heimsmet í 250 metra skeiði á tímanum 21,76 sekúndum. Í 150 metra skeiðinu slógu Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli Íslandsmetið en vegalengdina fóru þeir á 13,77 sekúndum. Þá fékk Spuni frá Vesturkoti fádæma einkunn í A-flokki gæðinga og er langefstur inn í úrslitin með einkunina 9,08. Þá fékk Hamingja frá Hellubæ heimsmetsdóm í flokki fjögurra vetra hryssa á mótinu, 8,54 í aðaleinkunn.

18 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...