Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum.
Heimasætan í Garðshorni, Yrsa Líf, strýkur hér gæðingi og vini um granir í hesthúsi foreldra sinna meðan gestir skoðuðu sig um þar og í fjárhúsum.
Mynd / SÁ
Líf og starf 23. október 2023

Landsins gagn og nauðsynjar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á Degi landbúnaðarins um miðjan október kenndi margra grasa. Fyrr daginn fór fram málþing í Hofi á Akureyri undir heitinu Landbúnaðu á krossgötum. Var það vel sótt og fluttar forvitnilegar framsögur ásam því að landbúnaðurinn og helstu áskoranir á þeim bænum voru tæklaða í tvennum pallborðsumræðum, auk fyrirspurna úr sal. Mikill þungi var í erindum og umræðum þótt slegið væri líka á létta strengi.

Síðari daginn opnuðu fjögur býli á Eyjafjarðarsvæðinu dyr sínar og buðu gestum að skoða búskapinn. Voru það Syðri-Bægisá í Hörgárdal þar sem stunduð er mjólkurframleiðsla, Garðshorn í Þelamörk með hrossa- og sauðfjárrækt, Sölvastaðir í Eyjafjarðarsveit þar sem er verið að byggja gríðarstórt svínahús og Þórustaðir í sömu sveit með kartöfluræktun og risastóra kartöfluupptökuvél.

Aðsóknin var með ágætum og spjallaði heimafólk við gesti um búskap sinn auk þess að bjóða upp á hressingu.

Skógarbændur héldu auk þess málþing í Borgarfirði þessa helgi og ræddu mat úr skóginum og umhirðu skógar.

8 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...