Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Landini – lífseigur Ítali
Á faglegum nótum 21. maí 2015

Landini – lífseigur Ítali

Höfundur: Vilmundur Hansen

Járnsmiðurinn Giovanni Landini sem Landini dráttarvélarnar eru nefndar eftir hóf framleiðslu á landbúnaðartækjum í borginni Fabbrico í Ítalíu norðanverðri árið 1884. Hann hóf framleiðslu á gufuvélum 1911.

Landini lést 1924 en hafði þá lagt drögin að nýrri dráttarvél. Synir járnsmiðsins héldu nafni hans á lofti og komu fyrstu Landini traktorarnir á markað árið1925. Vélarnar voru eins strokka og 30 hestöfl og gengu fyrir dísilolíu. Vél traktorsins var í raun mjög einföld og gat nánast gengið fyrir hvaða olíu sem var.

1000 traktorar á ári

Sala fyrstu vélanna gekk vonum framar og ekki leið á löngu þar til bræðurnir hófu framleiðslu á stærri tveggja strokka 40 og 50 hestafla traktorum sem báru framleiðsluheiti eins og Velite, Bufalo og Super.

Landini var í fararbroddi ítalskra dráttarvélaframleiðenda á fjórða áratug síðustu aldar og árið 1934 voru starfmenn fyrirtækisins 250 og ársframleiðslan tæplega 1000 traktorar á ári. Vinsældir 40 og 50 hestafla vélanna voru svo miklar og þær voru í framleiðslu til ársins 1957 með margs konar nýjungum og endurbótum.

Hlé varð á framleiðslunni í seinni heimsstyrjöldinni og náði fyrirtækið sér aldrei almennilega á strik eftir stríðið.
Samningur við Perkins

Árið 1950 var fyrirtækið komið í mjög slæma fjárhagsstöðu og á leiðinni í gjaldþrot þegar framkvæmdastjóri þess landaði samningi við framleiðanda Perkins vél. Sama ár komu kom á markað Landini C 35 beltatraktor með Perkins dísilvél sem Landini framleiddi á Ítalíu með sérleyfi.

Þrátt fyrir baráttuvilja eigenda Landini tók dráttarvéla­framleiðandinn Massey-Ferguson yfir 100% hlut í fyrirtækinu árið 1960. Áhugi Massey-Ferguson á Landini stafaði að stórum hluta af áhuga þeirra á nýju beltatraktorunum.

Reksturinn gekk vel hjá nýju eig­endunum og Landini gekk í endurnýjun lífdaga. Auk þess að framleiða minni traktora sem henta á vínekrum í Evrópu lagði fyrirtækið áherslu á stærri traktora fyrir Bandaríkjamarkað gegnum dótturfélag Massey-Ferguson í Kanada.

Blizzard bar af

Árið 1973 setti fyrirtækið á markað 500 seríuna sem voru stórar dráttarvélar, yfir 100 hestöfl og með háu og lágu drifi. Í upphafi níunda áratugs nítjándu aldarinnar jók Landini enn á fjölbreytni framleiðslunnar með auknu úrvali minni traktora sem hentuðu ávaxta- og berja­framleiðendum. Auk þess sem það framleiddi millistórar dráttar­vélar á hjólum, þar á meðal svokallaðan Blizzard sem var 80 hestöfl og þótti bera af öðrum dráttarvélum á sínum tíma.

Í eigu ARGO

ARGO samsteypan eignaðist meirihluta á Landini 1989 þegar Massey-Ferguson seldi 66% hlut í fyrirtækinu. AGCO yfirtók Massey-Ferguson 1994. Þegar ARGO keypti AGCO árið 1994 eignaðist samsteypan Landini að fullu.

Í dag framleiðir ARCO dráttarvélar undir þremur vörumerkjum; Landini,  McCormick og Valpadana og er hverju vörumerki ætlað að þjóna ólíku markaðssvæði.
 

Skylt efni: Gamli traktorinn | Landini

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...