Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar smalaði 20 hrossum af Hrunamannaafrétti í janúar 2017 að beiðni Matvælastofnunar.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar smalaði 20 hrossum af Hrunamannaafrétti í janúar 2017 að beiðni Matvælastofnunar.
Mynd / MHH
Fréttir 10. maí 2017

Landhelgisgæslan í hrossasmölun á Hrunamannaafrétti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fékk frekar óvenjulega beiðni í upphafi ársins frá Matvælastofnun en beiðnin fólst í því að smala  hross á Hrunamannaafrétti. 
 
„Já, það er rétt, okkur barst ábending um að árum saman hafi það tíðkast að uppi á Hrunamannaafrétti gengi hrossastóð yfir veturinn án fóðrunar og kæmi síðan illa til reika til byggða að vori. Til að sannreyna þetta var haft samband við Landhelgisgæsluna og hún beðin um að hafa auga með afréttinum í næsta skipti sem þeir ættu erindi um þessar slóðir. Það gekk fljótt og vel og gæslan svaraði með mynd og staðsetningu á hrossastóð, sem virtist vera um 20 hross. Haft var samband við eiganda sem fúslega smalaði hrossunum til byggða. Ekki voru gerðar athugasemdir við holdafar hrossanna,“ segir Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Suðurumdæmis, aðspurður hvort það væri rétt að stofnunin hefði kallað þyrluna til í verkefnið. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...