Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar smalaði 20 hrossum af Hrunamannaafrétti í janúar 2017 að beiðni Matvælastofnunar.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar smalaði 20 hrossum af Hrunamannaafrétti í janúar 2017 að beiðni Matvælastofnunar.
Mynd / MHH
Fréttir 10. maí 2017

Landhelgisgæslan í hrossasmölun á Hrunamannaafrétti

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fékk frekar óvenjulega beiðni í upphafi ársins frá Matvælastofnun en beiðnin fólst í því að smala  hross á Hrunamannaafrétti. 
 
„Já, það er rétt, okkur barst ábending um að árum saman hafi það tíðkast að uppi á Hrunamannaafrétti gengi hrossastóð yfir veturinn án fóðrunar og kæmi síðan illa til reika til byggða að vori. Til að sannreyna þetta var haft samband við Landhelgisgæsluna og hún beðin um að hafa auga með afréttinum í næsta skipti sem þeir ættu erindi um þessar slóðir. Það gekk fljótt og vel og gæslan svaraði með mynd og staðsetningu á hrossastóð, sem virtist vera um 20 hross. Haft var samband við eiganda sem fúslega smalaði hrossunum til byggða. Ekki voru gerðar athugasemdir við holdafar hrossanna,“ segir Gunnar Þorkelsson, héraðsdýralæknir Suðurumdæmis, aðspurður hvort það væri rétt að stofnunin hefði kallað þyrluna til í verkefnið. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...