Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Landgreiðslur – hvað er það?
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 13. mars 2017

Landgreiðslur – hvað er það?

Höfundur: Sigurður Jarlsson, jarðræktarráðunautur hjá RML
Samkvæmt nýjum rammasamningi milli sjávarútvegs- og land­búnaðar­ráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og Bændasamtaka Íslands, samþykktum þann 19. feb. 2016 er meðal annars fjallað um landgreiðslur sem Matvælastofnun á að ráðstafa. 
 
Í rammasamningi segir: „Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem er uppskorið til fóðuröflunar. Ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Skilyrði fyrir greiðslum er að til sé viðurkennt túnkort fyrir spildur sem sótt er um framlög fyrir og spildurnar séu uppskornar á því ári þegar framlag er greitt enda liggi fyrir uppskeruskráning.“
 
Í reglugerð nr. 1240/2016 um almennan stuðning við landbúnað er nánar kveðið á um landgreiðslur. Þar kemur m.a. fram að fullnægjandi skil á skýrsluhaldi verði að vera til staðar til að njóta jarðræktarstyrkja og landgreiðslna. Kröfurnar eru m.a. eftirfarandi:
 
  • Nafn og/eða númer spildu, 
  • Hnitsetning spildu (stafrænt túnkort)
  • Ræktun, þ.e. gras, grænfóður, korn, olíujurtir eða útiræktað grænmeti
  • Tegund og yrki þegar sótt er um jarðræktarstyrk
  • Stærð spildu
  • Ræktunarár, ef ræktað síðstliðin 5 ár
  • Heildaruppskera í kg þurrefnis fyrir hverja spildu
  • Heildaruppskeru í kg í útiræktuðu grænmeti.
 
Erfitt er að áætla hverja greiðslu enda taka framlög á hvern hektara mið af heildarfjölda þeirra hektara sem sótt er um stuðning fyrir á landsvísu. Reikna má með að í upphafi verði greiðslur hærri þar sem hluti bænda verði ekki tilbúinn að uppfylla öll ofangreind skilyrði. 
 
Nefndar hafa verið tölur frá 3.000 kr/ha og upp undir 8.000 kr/ha á þessu ári, sem tekur þá mið af að sótt verði um landgreiðslur vegna 31 þúsund til 82 þúsund hektara. Þessar tölur eru fyrst og fremst vangaveltur og verður reynslan að skera úr um lokatöluna. Það er þó ljóst að eftir nokkru er að slægjast. 
 
Námskeið í Jörð.is
 
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í Jörð.is þar sem markmiðið verður fyrst og fremst að kenna bændum hvernig þeir uppfylla skilyrði fyrir landgreiðslum og ræktunarstyrkjum.

Skylt efni: landgreiðslur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...