Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Rangárþing eystra er mikið landbúnaðarsvæði og óhjákvæmilegt að stór hluti nemenda Öldunnar tengi sterkt við sveitastörf og ræktun. Það endurspeglast í mótun útisvæðis hins nýja leikskóla.
Rangárþing eystra er mikið landbúnaðarsvæði og óhjákvæmilegt að stór hluti nemenda Öldunnar tengi sterkt við sveitastörf og ræktun. Það endurspeglast í mótun útisvæðis hins nýja leikskóla.
Mynd / Stefán Friðrik
Líf og starf 7. nóvember 2023

Landbúnaður innblástur leiksvæðis

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Rúmlega hundrað börn sækja nám í nýjum leikskóla sem tók til starfa í Rangárþingi eystra í haust.

Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli er átta deilda leikskóli og getur tekið á móti 180 börnum. Útisvæði skólans endurspeglar þá staðreynd að sveitarfélagið er mikið landbúnaðarsvæði.

„Framkvæmdir gengu virkilega vel og voru að mestu innan tíma- og fjárramma. Undanfarin tvö ár hafa ekki verið auðveld fyrir börn, foreldra og starfsmenn leikskólans. En vegna myglu þá þurfti að bregðast við og skipta deildum upp á nokkra staði í þorpinu. Engu að síður þá gekk þetta allt saman ótrúlega vel. Það er einvörðungu vegna þess að allir lögðust á eitt.

Leikskólinn Aldan á Hvolsvelli getur tekið á móti 180 börnum. Mynd / Aðsend

Útisvæðið er algjörlega framúrskarandi að mínu viti og talar mjög vel í þær áherslur sem við hjá sveitarfélaginu erum með þegar kemur að börnunum okkar. Skapandi og frjótt samfélag,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra.

Aðalheiður E. Kristjánsdóttir og Jóhann Pétursson, landslags- arkitektar hjá Landmótun, hönnuðu útisvæðið ásamt Huldu Davíðsdóttur og Írisi Reynisdóttur en hugmyndir starfsfólks leikskólans voru hafðar til hliðsjónar við hönnun.

Þar má m.a. finna íslenskar fjárréttir, fjölbreytt gróðursvæði og svæði til matjurtaræktar. „Náttúrulegur efniviður og frjáls leikur með hugmyndaflug barnanna að vopni var áherslupunktur leikskólastarfsmanna sem var ánægjulegt að vinna með og útfæra. Náttúruleikurinn er byggður upp með efnivið úr nærliggjandi skógrækt sem og tilfallandi grjóti af svæðinu,“ segir Aðalheiður. 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...